Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Moskítóflugum mun fjölga og þær verða stærri
Fréttir 7. október 2015

Moskítóflugum mun fjölga og þær verða stærri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afleiðingar yfirstandandi loftslagsbreytinga og hlýnunar af þeirra völdum hafa margvísleg áhrif á lífið í kringum okkur. Ein af þessum breytingum er að moskítóflugum á norðurhveli mun fjölga verulega vegna betri lífsskilyrða fyrir þær.

Talið er að tveggja gráðu hlýnun á Celsíus geti valdið allt að 50% aukningu í stofn flugnanna. Slík fjölgun myndi hafa í för með sér talsverð óþægindi fyrir innfædda og stærri landdýr, eins og hreindýr, þar sem ekki er um mörg önnur dýr að ræða sem flugurnar geta sogið blóð úr. Rannsóknir sýna að hreindýr skipta um beitarhaga þegar mest er um moskítóflug til að forðast stungur þeirra.

Hiti á norðurhveli hefur hækkað hratt undanfarna áratugi og er talið að með sama áframhaldi verði hækkunin á bilinu 2,8 til 4,8° árið 2100.

Í dag klekjast egg moskítóflugna á norðurhveli út þegar ísinn yfir pollum og vötnum bráðnar í maí. Með hækkandi hitastigi bráðnar ísinn fyrr og líklegt að flugurnar nái að fjölga sér hraðar og auka þannig við stofninn. Auk þess er talið að með hækkandi hitastigi muni einstaka flugur einnig verða stærri.

Ólíkt moskítóflugum í hitabeltinu er ekki vitað til þess að frænkur þeirra á norðurhveli beri með sér hættulegt smit eins og malaríu. 

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...