Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Moskítóflugum mun fjölga og þær verða stærri
Fréttir 7. október 2015

Moskítóflugum mun fjölga og þær verða stærri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afleiðingar yfirstandandi loftslagsbreytinga og hlýnunar af þeirra völdum hafa margvísleg áhrif á lífið í kringum okkur. Ein af þessum breytingum er að moskítóflugum á norðurhveli mun fjölga verulega vegna betri lífsskilyrða fyrir þær.

Talið er að tveggja gráðu hlýnun á Celsíus geti valdið allt að 50% aukningu í stofn flugnanna. Slík fjölgun myndi hafa í för með sér talsverð óþægindi fyrir innfædda og stærri landdýr, eins og hreindýr, þar sem ekki er um mörg önnur dýr að ræða sem flugurnar geta sogið blóð úr. Rannsóknir sýna að hreindýr skipta um beitarhaga þegar mest er um moskítóflug til að forðast stungur þeirra.

Hiti á norðurhveli hefur hækkað hratt undanfarna áratugi og er talið að með sama áframhaldi verði hækkunin á bilinu 2,8 til 4,8° árið 2100.

Í dag klekjast egg moskítóflugna á norðurhveli út þegar ísinn yfir pollum og vötnum bráðnar í maí. Með hækkandi hitastigi bráðnar ísinn fyrr og líklegt að flugurnar nái að fjölga sér hraðar og auka þannig við stofninn. Auk þess er talið að með hækkandi hitastigi muni einstaka flugur einnig verða stærri.

Ólíkt moskítóflugum í hitabeltinu er ekki vitað til þess að frænkur þeirra á norðurhveli beri með sér hættulegt smit eins og malaríu. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...