Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Moskítóflugum mun fjölga og þær verða stærri
Fréttir 7. október 2015

Moskítóflugum mun fjölga og þær verða stærri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afleiðingar yfirstandandi loftslagsbreytinga og hlýnunar af þeirra völdum hafa margvísleg áhrif á lífið í kringum okkur. Ein af þessum breytingum er að moskítóflugum á norðurhveli mun fjölga verulega vegna betri lífsskilyrða fyrir þær.

Talið er að tveggja gráðu hlýnun á Celsíus geti valdið allt að 50% aukningu í stofn flugnanna. Slík fjölgun myndi hafa í för með sér talsverð óþægindi fyrir innfædda og stærri landdýr, eins og hreindýr, þar sem ekki er um mörg önnur dýr að ræða sem flugurnar geta sogið blóð úr. Rannsóknir sýna að hreindýr skipta um beitarhaga þegar mest er um moskítóflug til að forðast stungur þeirra.

Hiti á norðurhveli hefur hækkað hratt undanfarna áratugi og er talið að með sama áframhaldi verði hækkunin á bilinu 2,8 til 4,8° árið 2100.

Í dag klekjast egg moskítóflugna á norðurhveli út þegar ísinn yfir pollum og vötnum bráðnar í maí. Með hækkandi hitastigi bráðnar ísinn fyrr og líklegt að flugurnar nái að fjölga sér hraðar og auka þannig við stofninn. Auk þess er talið að með hækkandi hitastigi muni einstaka flugur einnig verða stærri.

Ólíkt moskítóflugum í hitabeltinu er ekki vitað til þess að frænkur þeirra á norðurhveli beri með sér hættulegt smit eins og malaríu. 

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...