Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Moskítóflugum mun fjölga og þær verða stærri
Fréttir 7. október 2015

Moskítóflugum mun fjölga og þær verða stærri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afleiðingar yfirstandandi loftslagsbreytinga og hlýnunar af þeirra völdum hafa margvísleg áhrif á lífið í kringum okkur. Ein af þessum breytingum er að moskítóflugum á norðurhveli mun fjölga verulega vegna betri lífsskilyrða fyrir þær.

Talið er að tveggja gráðu hlýnun á Celsíus geti valdið allt að 50% aukningu í stofn flugnanna. Slík fjölgun myndi hafa í för með sér talsverð óþægindi fyrir innfædda og stærri landdýr, eins og hreindýr, þar sem ekki er um mörg önnur dýr að ræða sem flugurnar geta sogið blóð úr. Rannsóknir sýna að hreindýr skipta um beitarhaga þegar mest er um moskítóflug til að forðast stungur þeirra.

Hiti á norðurhveli hefur hækkað hratt undanfarna áratugi og er talið að með sama áframhaldi verði hækkunin á bilinu 2,8 til 4,8° árið 2100.

Í dag klekjast egg moskítóflugna á norðurhveli út þegar ísinn yfir pollum og vötnum bráðnar í maí. Með hækkandi hitastigi bráðnar ísinn fyrr og líklegt að flugurnar nái að fjölga sér hraðar og auka þannig við stofninn. Auk þess er talið að með hækkandi hitastigi muni einstaka flugur einnig verða stærri.

Ólíkt moskítóflugum í hitabeltinu er ekki vitað til þess að frænkur þeirra á norðurhveli beri með sér hættulegt smit eins og malaríu. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...