Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Moskítóflugum mun fjölga og þær verða stærri
Fréttir 7. október 2015

Moskítóflugum mun fjölga og þær verða stærri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afleiðingar yfirstandandi loftslagsbreytinga og hlýnunar af þeirra völdum hafa margvísleg áhrif á lífið í kringum okkur. Ein af þessum breytingum er að moskítóflugum á norðurhveli mun fjölga verulega vegna betri lífsskilyrða fyrir þær.

Talið er að tveggja gráðu hlýnun á Celsíus geti valdið allt að 50% aukningu í stofn flugnanna. Slík fjölgun myndi hafa í för með sér talsverð óþægindi fyrir innfædda og stærri landdýr, eins og hreindýr, þar sem ekki er um mörg önnur dýr að ræða sem flugurnar geta sogið blóð úr. Rannsóknir sýna að hreindýr skipta um beitarhaga þegar mest er um moskítóflug til að forðast stungur þeirra.

Hiti á norðurhveli hefur hækkað hratt undanfarna áratugi og er talið að með sama áframhaldi verði hækkunin á bilinu 2,8 til 4,8° árið 2100.

Í dag klekjast egg moskítóflugna á norðurhveli út þegar ísinn yfir pollum og vötnum bráðnar í maí. Með hækkandi hitastigi bráðnar ísinn fyrr og líklegt að flugurnar nái að fjölga sér hraðar og auka þannig við stofninn. Auk þess er talið að með hækkandi hitastigi muni einstaka flugur einnig verða stærri.

Ólíkt moskítóflugum í hitabeltinu er ekki vitað til þess að frænkur þeirra á norðurhveli beri með sér hættulegt smit eins og malaríu. 

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f