Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mjótt á munum á listanum yfir afurðahæstu kúabúin
Fréttir 28. nóvember 2019

Mjótt á munum á listanum yfir afurðahæstu kúabúin

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hurðarbaksbúið ehf. í Flóahreppi á Suðurlandi var á toppnum í lok október yfir afurðahæstu kúabúin það sem af er ári. Ekki munar þó miklu á því og búinu á Hóli í Svarfaðardal við Eyjafjörð og búinu á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra.

Í Hurðarbaksbúinu eru 55,1 árskýr og voru afurðirnar að meðaltali 8.434 kg á kú í lok október.

Aðeins 54 kg í næsta bú

Kúabúið á Hóli í Svarfaðardal, sem er með 49,8 árskýr var þá aðeins með 54 kg minna eða 8.380 kg að meðaltali á hverja árskú. Í þriðja sæti var svo búið að Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð sem er með 57,9 árskýr sem gáfu að meðaltali 8.353 kg á árskú. Munar aðeins 27 kg á öðru og þriðja sæti og 81 kg á fyrsta og þriðja sæti.

Mjótt á munum og mikil spenna

Það er ljóst að þótt meðaltalshreyfingarnar séu að jafnaði ekki miklar á milli mánaða, þá getur ýmislegt gerst þegar svo mjótt er á munum. Fyrir mánuði síðan var búið á Hóli t.d. í efsta sæti. 

Ekki er heldur langt í næstu bú, því að í fjórða sæti er Hvammur á Barðaströnd með 38,7 árskýr og 8.290 kg á kú. Þá kemur búið á Stóru-Tjörnum við Ljósavatn í Þingeyjarsveit í fimmta sæti með 55,3 árskýr og 8.235 kg á kú.

Í sjötta sæti er svo búið á Syðri-Grund skammt frá kirkjustaðnum Laufási við austanverðan Eyjafjörð með 46 árskýr og 8.184 kg á kú. Í sjöunda sæti er Hvanneyrarbúið í Borgarfirði með 73,6 árskýr og 8.182 kg að meðaltali á árskú. Í áttunda sæti kemur svo búið að Skáldabúðum 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á Suðurlandi með 97,5 árskýr og 8.164 kg á árskú. Í níunda sæti er svo búið að Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi með 27,3 árskýr og 8.142 kg á kú. Þá kemur margfaldur sigurvegari í þessum flokki sem vermdi tíunda sætið um síðustu mánaðamót. Það eru Brúsastaðir í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu með 48,2 árskýr og 8.117 kg eftir hverja kú að meðaltali.

Aðeins 317 kg skilja að 1. og 10. sætið

Eins og sjá má er ekki gríðarmikill munur á fyrsta og tíunda sæti eða ekki nema 317 kg. Það er því greinilegt að mikill jöfnuður ríkir milli íslenskra kúabænda, allavega hvað árangur í framleiðslu varðar. Það verður því gaman að fylgjast með hver lokastaðan verður, en endanlegar tölur munu væntanlega liggja fyrir um miðjan janúar 2020.

Skylt efni: kúabú | afurðir kúabúa

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...