Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra veitti Oddi Sigurðssyni jarð- og jöklafræðingi Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á nýafstöðu Umhverfisþingi.
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra veitti Oddi Sigurðssyni jarð- og jöklafræðingi Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á nýafstöðu Umhverfisþingi.
Mynd / sá
Fréttir 7. október 2025

Minnt á hnattræna sérstöðu Íslands

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á nýafstöðnu Umhverfisþingi hlaut Oddur Sigurðsson jarð- og jöklafræðingur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Var hún nú veitt í 16. sinn.

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði í ávarpi sínu við afhendingu viðurkenningarinnar að Oddur hefði helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Með óþreytandi vinnu sinni í yfir fimm áratugi hefur Oddur Sigurðsson stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi jökla og náttúruverndar. Arfleifð hans á sviði náttúruverndar er ótvíræð, sama hvort litið er til ræðu, rits eða ljósmyndunar,“ sagði ráðherra.

Oddur hafi hnitað útlínur margra jökla, myndað jökla, kennt og frætt, skrifað skýrslur, bækur og útbúið kort þar sem m.a. sé haldið til haga nöfnum allra jökla á Íslandi. Þá hafi hann setið í stjórn Jöklarannsóknafélagsins um alllangt skeið og sé heiðursfélagi þess. Hann hafi um áratugaskeið haft umsjón með jökulsporðamælingum félagsins, sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags hafa sinnt í nærri 100 ár.

Ísland alveg einstakt

„Ég hef lengi haft mikið dálæti á þessu viðfangsefni mínu, og annarra, sem heitir Ísland,“ sagði Oddur í ávarpi við móttöku Náttúruverndarviðurkenningarinnar.

Ísland sé einstakt á veraldarvísu að allri gerð. „Fyrir duttlunga náttúruaflanna er hér að sjá stærsta flekk sjávarbotnsins sem nær upp fyrir sjávarmál. Sautján eyjar eru til stærri en Ísland en þær eru allar að meira eða minna leyti úr meginlandsskorpu sem er ólík úthafsskorpunni á Íslandi að áferð og styrk. Engin önnur eyja úr úthafsbergi kemst nálægt Íslandi að stærð.

Svo veikt er basaltið í Íslandi að það veðrast allt að hundraðfalt hraðar en bergið í meginlöndunum. Lætur nærri að framburður íslenskra vatnsfalla sé allt að því fjórðungur þess sem allar ár Afríku bera fram. Það ásamt ýmsum öðrum eiginleikum, svo sem eldvirkni, jarðhræringum, jöklum og ofsafengnum úthafsöldum, sem berja veikbyggða sjávarhamra landsins, veldur því að Ísland breytist örar en nokkurt annað land hér á jörðu,“ hélt hann áfram.

Hér sé að finna stærstu hraunflóð sem runnið hafa á jörðinni á sögulegum tíma og alltaf öðru hverju renni hér stærsta vatnsfall jarðar til sjávar, Kötluhlaup, og myndi þá aurburðartanga út í sjóinn svo kílómetrum skipti.

„Nú er máttur mannkynsins orðinn slíkur að athafna mannsins sér stað langt utan úr geimi. Stórfljótum er veitt á akra eða þau stöðvuð með risavöxnum stíflum þannig að þau gufa upp og ná ekki að ósi. Nýir tangar eru byggðir út í sjóinn og á þá hlaðið mannvirkjum. Náttúrulegur gróður fer mjög halloka fyrir græðgi okkar. Menn eru sífellt að laga umhverfið að sínum geðþótta en er ærið mislagðar hendur við þá athöfn. Hugsum okkur ekki aðeins tvisvar um með nýjar framkvæmdir, heldur tíu sinnum.

Kunnum við að varðveita okkar einstaka land eða verður það innan skamms fyrst og fremst orðið með svipmóti framkvæmdagleði mannsins? Það sækir mjög í það horf og við þurfum að hugsa djúpt,“ sagði Oddur jafnframt.

Ættum að geta betur

Oddur sagði Íslendinga geta gert enn betur í verndun náttúrunnar en raun beri vitni. Hann tók virkjanaframkvæmdir sem dæmi og benti á að engin þjóð í veröldinni hefði virkjað eins mikið til raforku og Íslendingar. Gengið hafi verið mjög á náttúruna í þeim efnum og miklu fórnað af umhverfi og náttúru á þann stall.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...