Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja minkaeldi þar í landi. Erik Vammen er staddur hér á landi til að kaupa um 3.000 minkalæður og nokkra högna til að flytja til Danmerkur í þeim tilgangi að endurreisa greinina.

Öllum minkum í Danmörku var lógað í kjölfar þess að Covid-19 smit fannst í eldisminkum þar seint á árinu 2020. Vammen segir að þrátt fyrir að samkvæmt lögum megi hefja minkaeldi í landinu aftur um næstu áramót sé enn margt óljóst í því sambandi. „Stjórnvöld í Danmörku hafa ekkert gert til að aðstoða okkur sem stefnum að því að hefja eldið aftur og svara ekki spurningum sem tengjast innflutningi á minkum frá Íslandi. Við vitum til dæmis ekki hvort við verðum að láta Covid- greina hvern einasta mink sem stendur til að flytja til Danmerkur eða ekki, þrátt fyrir að það hafi ekki komið upp Covid-smit í íslenskum minkum.“

Nánast allir loðdýrabændur, sem voru yfir þúsund í landinu, undirrituðu samning við ríkið þar sem þeir samþykktu að selja býlið sitt og hefja ekki minkaeldi aftur í tíu ár. Að sögn Vammen snerist raunveruleg ástæða fyrir því að öllum minkum var lógað í Danmörku aldrei um Covid eða lýðheilsu. „Ástæðan var persónuleg andstaða Mette Frederiksen forsætisráðherra á loðdýraeldi, enda tók hún nánast einhliða ákvörðum um að leggja greinina í rúst. Svo ekki sé talað um klúðrið og kostnaðinn sem fylgdi framkvæmdinni.“

Gangi áformin eftir verða fyrstu minkarnir sendir út skömmu eftir miðjan janúar næstkomandi.

Sjá nánar bls. 22–23. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: minkur | minkaeldi

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...