Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja minkaeldi þar í landi. Erik Vammen er staddur hér á landi til að kaupa um 3.000 minkalæður og nokkra högna til að flytja til Danmerkur í þeim tilgangi að endurreisa greinina.

Öllum minkum í Danmörku var lógað í kjölfar þess að Covid-19 smit fannst í eldisminkum þar seint á árinu 2020. Vammen segir að þrátt fyrir að samkvæmt lögum megi hefja minkaeldi í landinu aftur um næstu áramót sé enn margt óljóst í því sambandi. „Stjórnvöld í Danmörku hafa ekkert gert til að aðstoða okkur sem stefnum að því að hefja eldið aftur og svara ekki spurningum sem tengjast innflutningi á minkum frá Íslandi. Við vitum til dæmis ekki hvort við verðum að láta Covid- greina hvern einasta mink sem stendur til að flytja til Danmerkur eða ekki, þrátt fyrir að það hafi ekki komið upp Covid-smit í íslenskum minkum.“

Nánast allir loðdýrabændur, sem voru yfir þúsund í landinu, undirrituðu samning við ríkið þar sem þeir samþykktu að selja býlið sitt og hefja ekki minkaeldi aftur í tíu ár. Að sögn Vammen snerist raunveruleg ástæða fyrir því að öllum minkum var lógað í Danmörku aldrei um Covid eða lýðheilsu. „Ástæðan var persónuleg andstaða Mette Frederiksen forsætisráðherra á loðdýraeldi, enda tók hún nánast einhliða ákvörðum um að leggja greinina í rúst. Svo ekki sé talað um klúðrið og kostnaðinn sem fylgdi framkvæmdinni.“

Gangi áformin eftir verða fyrstu minkarnir sendir út skömmu eftir miðjan janúar næstkomandi.

Sjá nánar bls. 22–23. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: minkur | minkaeldi

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....