Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja minkaeldi þar í landi. Erik Vammen er staddur hér á landi til að kaupa um 3.000 minkalæður og nokkra högna til að flytja til Danmerkur í þeim tilgangi að endurreisa greinina.

Öllum minkum í Danmörku var lógað í kjölfar þess að Covid-19 smit fannst í eldisminkum þar seint á árinu 2020. Vammen segir að þrátt fyrir að samkvæmt lögum megi hefja minkaeldi í landinu aftur um næstu áramót sé enn margt óljóst í því sambandi. „Stjórnvöld í Danmörku hafa ekkert gert til að aðstoða okkur sem stefnum að því að hefja eldið aftur og svara ekki spurningum sem tengjast innflutningi á minkum frá Íslandi. Við vitum til dæmis ekki hvort við verðum að láta Covid- greina hvern einasta mink sem stendur til að flytja til Danmerkur eða ekki, þrátt fyrir að það hafi ekki komið upp Covid-smit í íslenskum minkum.“

Nánast allir loðdýrabændur, sem voru yfir þúsund í landinu, undirrituðu samning við ríkið þar sem þeir samþykktu að selja býlið sitt og hefja ekki minkaeldi aftur í tíu ár. Að sögn Vammen snerist raunveruleg ástæða fyrir því að öllum minkum var lógað í Danmörku aldrei um Covid eða lýðheilsu. „Ástæðan var persónuleg andstaða Mette Frederiksen forsætisráðherra á loðdýraeldi, enda tók hún nánast einhliða ákvörðum um að leggja greinina í rúst. Svo ekki sé talað um klúðrið og kostnaðinn sem fylgdi framkvæmdinni.“

Gangi áformin eftir verða fyrstu minkarnir sendir út skömmu eftir miðjan janúar næstkomandi.

Sjá nánar bls. 22–23. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: minkur | minkaeldi

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...