Í ár fengust rúm 12 þúsund tonn af þurrkuðu korni, sem gerir um 3,8 tonn á hektara að meðaltali.
Í ár fengust rúm 12 þúsund tonn af þurrkuðu korni, sem gerir um 3,8 tonn á hektara að meðaltali.
Mynd / smh
Fréttir 19. desember 2025

Metuppskera af þurrkuðu korni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Afar hagstæð veðurskilyrði voru á Íslandi í sumar og haust til kornræktar, sem skilaði sér í mestri uppskeru frá því að farið var að halda formlega utan um uppskerutölur í samræmdu skýrsluhaldi árið 2019.

Alls voru uppskorin rúm 12 þúsund tonn af þurrkuðu korni, þegar búið er að umreikna votverkað korn til jafns við þurrkað. Það er rúmlega 2.400 tonnum meira en árið 2022 þegar næstmesta kornuppskeran var.

Áfram er sú þróun að kornbændum fækkar á Íslandi, þeim fækkaði núna um sex á milli ára en eru 50 færri sé litið til ársins 2019. Aukning varð hins vegar í umfangi kornræktar núna á milli ára. Í byggræktun var ræktað á 3.333 hekturum í ár, sem er 216 hektara stækkun á ræktarlandi frá síðasta ári, en byggið er langumfangsmesta kornræktartegundin. Heildaraukning í kornrækt nam 169 hekturum – þar sem meðtalið er auk byggsins, hafrar, vorhveiti, vetrarhveiti og vetrarrúgur.

 Í fyrsta skipti nær þurrkað korn 50% í heildaruppskeru. Mynd / RML

Þurrkað korn nær 50% í heildaruppskeru

Á síðustu sjö árum er það aðeins á árinu 2022 sem fleiri hektarar voru undir byggrækt, eða 3.384. Þá var heildar kornuppskera 9.647 tonn og fékkst 3,1 tonn af þurrkuðu korni á hektara að meðaltali. Núna fengust 3,8 tonn af þurrkuðu korni á hektara. Síðasta ár var einstaklega óhagstætt kornræktarár, en þá fékkst um 2,2 tonn af þurru korni á hvern hektara og heildaruppskeran rúm 5.800 tonn af þurrkuðu korni.

Í fyrsta skipti nær þurrkað korn 50% í heildaruppskeru. „Það er áhugavert að sjá að hlutfall þurrkaðs korns er að hækka sem er eðlilegt, sérstaklega núna með stuðningi stjórnvalda við að byggja upp þurrkstöðvar. Síðan er ánægjulegt að sjá hvað almennt virðist hafa gengið vel að rækta korn þetta árið og uppskeran tekið kipp,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri, rekstrar- og umhverfissviðs Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Kornræktendum fækkar samhliða fækkun bænda

Spurður út í framtíðarsýnina í ljósi stuðningsaðgerða stjórnvalda við greinina, bæði með fjárfestingastuðningi og framleiðslutengdum stuðningi, segir Borgar að hann sjái fyrir sér áframhaldandi þróun.

„Ég held að kornræktendum haldi áfram að fækka samhliða fækkun bænda. Það getur þó vel verið að gott gengi í kornræktinni á þessu ári og almennt mikill heyfengur muni hafa þau áhrif að kornræktendum fjölgi eitthvað á næsta ári en til lengri tíma finnst mér líklegt að kornræktendum haldi áfram að fækka en þeir sem rækta korn verði stórtækari.“

Skylt efni: kornrækt

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum
Fréttir 19. desember 2025

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum

Málþing var haldið á dögunum á Laugum í Sælingsdal, um leiðir til byggðafestu á ...

Metuppskera af þurrkuðu korni
Fréttir 19. desember 2025

Metuppskera af þurrkuðu korni

Afar hagstæð veðurskilyrði voru á Íslandi í sumar og haust til kornræktar, sem s...

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf
Fréttir 19. desember 2025

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf

Eins og fram kemur í forsíðufrétt hefur kindakjötsframleiðsla dregist mjög saman...

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikaker...

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar
Fréttir 18. desember 2025

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 22. desember á Austurlandi og stendur lengst þar. Ve...

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum
Fréttir 18. desember 2025

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum

Á þessu ári hefur Matvælastofnun ráðist í átak varðandi eftirlit með vörum sem m...

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum
Fréttir 18. desember 2025

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum

Allir áburðarsalar nema einn hafa birt verðskrár sínar. Fram komnar verðhækkanir...

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026
Fréttir 18. desember 2025

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026

Ísland hefur birt fyrstu aðlögunaráætlun stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreyt...