Árið gert upp
Mynd / ál
Af vettvangi Bændasamtakana 19. desember 2025

Árið gert upp

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Þrátt fyrir öll heimsins almanök, dagatöl, tölvur og snjalltæki tekst áramótum og jólum einhvern veginn alltaf að læðast aftan að manni. Allur tíminn sem maður taldi sig hafa í ársbyrjun hverfur á augabragði og allt í einu er síðasta tölublað Bændablaðsins á leið í prentsmiðjuna.

Þegar ég horfi um öxl og lít yfir vinnu Bændasamtakanna í ár get ég þó ekki annað en fyllst stolti af því sem áunnist hefur, þökk sé frábæru starfsfólki Bændasamtakanna og ótrúlegri elju stjórnarfólks búgreinadeilda, bænda og Bændasamtakanna sjálfra.

Ný ríkisstjórn tók við fyrir rétt tæpu ári, í desember 2024, og hefur samstarfið og samtalið við ráðherra í heildina verið með ágætum. Það er ekki hægt að segja að allt það sem frá ráðherrum og ríkisstjórninni kemur hafi vakið kátínu okkar, en fólkið í ríkisstjórninni má eiga það alveg skuldlaust að oftar en ekki hefur verið hlustað á rök og málflutning okkar bænda og í mörgum málum hafa verið gerðar veigamiklar breytingar – eða mál dregin til baka – eftir athugasemdir frá Bændasamtökunum.

Má hér nefna nokkur dæmi til upprifjunar og almennrar ánægju lesenda. Áformum um að breyta tollflokkun á svokölluðum jurtaostum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Frumvarp á vorþingi um breytingu á búvörulögum var dregið til baka.

Drög að breytingum á lögunum, sem kynnt voru í haust, verða a.m.k. ekki að lögum í óbreyttri mynd með öllum þeim ágöllum sem þau báru með sér. Drög að breytingu á reglugerð sem hefði gert meirapróf að skilyrði fyrir notkun dráttarvéla voru dregin til baka. Dráttarvélar og eftirvagnar þeirra verða undanþegnar kílómetragjaldi ef áform meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar ganga eftir. Bændasamtökin gerðu athugasemdir við upphaflegt frumvarp.

Markmiðið með upptalningunni er ekki að mála þá mynd að Bændasamtökin hafi rekið stjórnvöld til baka með harðfylgni með hvert málið á fætur öðru – þótt vissulega hafi samtökin varið hagsmuni bænda af festu og fagmennsku.

Ég vil miklu fremur benda á það hverju hægt er að áorka þegar áhersla er lögð á uppbyggileg og jákvæð samskipti. Stjórnvöld, ráðherrar og þingmenn hafa hlustað á málflutning og rökstuðning Bændasamtakanna og í langflestum tilfellum hefur verið gripið til aðgerða okkur til hagsbóta og verið tekið mark á okkar athugasemdum og ábendingum.

Samstarfið og samtalið við hina ýmsu ráðherra og stjórnvöld almennt hefur verið jákvætt og uppbyggilegt. Þau hafa greinilega áhuga á málefnum landbúnaðarins og bænda og, það sem meira er um vert, eru tilbúin að hlýða á athugasemdir okkar og bregðast við þeim – svona í flestum tilfellum.

Fram undan eru ótalmörg verkefni, ekki síst viðræður við stjórnvöld um starfsumhverfi bænda til lengri tíma, og ég hlakka til að takast á við þau með því góða fólki sem vinnur að hagsmunum bænda um land allt. Vænti ég þess að sú vinna muni tryggja stöðu íslensks landbúnaðar til lengri tíma.

Að þessu öllu sögðu óska ég landsmönnum öllum gleðilegra jóla og hamingjuríks nýs árs.

Við erum öll úr sömu sveit.

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna
Lesendarýni 9. desember 2025

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna

Þann 17. nóvember var 75 ára afmæli Hovedavtalen for jordbruket haldið hátíðlega...

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...