Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið var tilkynnt í atvinnuvegaráðuneytinu að búið væri að úthluta styrkjum fyrir framleiðslu þessa árs, alls 76,7 milljónum króna, fyrir bygg, hveiti og hafra.

Um er að ræða einn lið í aðgerðaáætlun stjórnvalda til að efla kornrækt á Íslandi, þar sem gert er ráð fyrir að verja um tveimur milljörðum króna til átaks í kornrækt á árunum 2024–2028.

Styrkur til fjárfestinga í kornrækt var í fyrsta skiptið veittur á síðasta ári til að mynda vegna kornþurrkunarstöðva, nýframkvæmda, stækkana eða endurbóta á stöðvum sem þegar eru í rekstri.

Greiddar 15 krónur á kílóið

Alls sóttu 57 býli nú um framleiðslustyrki og voru allar umsóknirnar samþykktar, en styrkirnir ná til 5.300 tonna heildarframleiðslu þar sem byggrækt er langumfangsmest. Stuðningurinn er veittur til framleiðslu á þurrkuðu korni og eru greiddar 15 krónur á hvert framleitt kíló sem uppfyllir tilteknar gæðakröfur.

Verðmætasköpun í dreifðari byggðum

Í tilkynningu úr atvinnuvegaráðuneytinu er haft eftir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra að aukin kornrækt stuðli að aukinni verðmætasköpun í dreifðari byggðum. „Kornrækt er jafnframt mikilvægur þáttur í að efla fæðuöryggi og áfallaþol landsins sem er mjög háð innflutningi á korni, bæði til manneldis og fóðurs. Það er mikið fagnaðarefni að sjá hversu margir kornbændur eru tilbúnir í framleiðslu okkur öllum til heilla,“ segir Hanna Katrín.

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið va...

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum
Fréttir 19. desember 2025

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum

Málþing var haldið á dögunum á Laugum í Sælingsdal, um leiðir til byggðafestu á ...

Metuppskera af þurrkuðu korni
Fréttir 19. desember 2025

Metuppskera af þurrkuðu korni

Afar hagstæð veðurskilyrði voru á Íslandi í sumar og haust til kornræktar, sem s...

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf
Fréttir 19. desember 2025

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf

Eins og fram kemur í forsíðufrétt hefur kindakjötsframleiðsla dregist mjög saman...

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikaker...

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar
Fréttir 18. desember 2025

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 22. desember á Austurlandi og stendur lengst þar. Ve...

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum
Fréttir 18. desember 2025

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum

Á þessu ári hefur Matvælastofnun ráðist í átak varðandi eftirlit með vörum sem m...

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum
Fréttir 18. desember 2025

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum

Allir áburðarsalar nema einn hafa birt verðskrár sínar. Fram komnar verðhækkanir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f