Nýtt evrópskt kolefnisgjald leggst á tilbúinn áburð í byrjun næsta árs.
Nýtt evrópskt kolefnisgjald leggst á tilbúinn áburð í byrjun næsta árs.
Mynd / ál
Fréttir 18. desember 2025

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Allir áburðarsalar nema einn hafa birt verðskrár sínar. Fram komnar verðhækkanir á áburði eru að jafnaði á bilinu 2–7%.

Áburðarsalarnir segja að blikur séu á lofti varðandi verðþróun eftir áramót. Verið sé að innleiða nýtt CBAMkerfi í Evrópu en það er nýtt kolefnisgjald sem leggst á kolefnisfrekar framleiðsluvörur og þar á meðal tilbúinn áburð. Refsitollar tóku gildi í sumar vegna innflutnings á áburði frá Rússlandi og Belarús, auk þess sem óvissa er um gengisþróun íslensku krónunnar á fyrstu mánuðum næsta árs.

Bændur geta varið sig gegn hækkunum

Alexander Áki Felixson, hjá Sláturfélagi Suðurlands, segir hækkun á Yara-áburði nú að jafnaði um 7%, en árið á undan hafi verið talsverð lækkun. Hann segir að CBAMgjaldinu sé ætlað að jafna aðstöðumun fyrirtækja vegna vara sem framleiddar eru utan Evrópusambandsins og hvetja jafnframt til aðgerða til að draga úr kolefnislosun við framleiðslu.

„Til að draga úr óvissu þá hefur SS nú þegar gengið frá samningum um áburðarkaup upp að því marki sem hentar félaginu, eins hefur verið tryggt að félagið muni eiga nægilegt magn af áburði í vor. Þeir bændur sem kjósa að panta Yara-áburð snemma geta því, líkt og undanfarin ár, varið sig fyrir hugsanlegum hækkunum en á sama tíma verið öruggir með að ef verðskrá lækkar að þá skili sú lækkun sér einnig til þeirra,“ segir Alexander.

LÍF-áburðurinn hækkar minnst

LÍF-áburður Líflands hækkar minnst, eða um tvö prósent, vegna erlendra hækkana. Lífland hefur gert framvirka samninga við birgja til að milda yfirvofandi hækkanir eins og kostur er. Á vef Líflands segir að vegna áhrifa af CBAM-gjaldinu og refsitollanna bendi allt til frekari hækkana eftir áramót.

Hjá Fóðurblöndunni er 6,5% hækkun á verðskrá að jafnaði. Sömu áhyggjur eru viðraðar á vefnum þeirra og hjá öðrum áburðarsölum. Þar segir að áburðarmarkaðir að undanförnu hafi einkennst af breyttum forsendum, meðal annars vegna gjaldeyrissveiflna og innleiðingar á CBA-gjaldinu í Evrópu, auk breytinga á alþjóðlegum hráefnamörkuðum. Óvissuþættir séu því varðandi verð og afhendingarskilmála á komandi tímabili þannig að enn mikilvægara sé að panta tímanlega.

Hjá Skeljungi hækkar verð á helstu tegundum túnáburðar að jafnaði um fjögur prósent og tekur mið af gengis- og verðbreytingum sem hafa átt sér stað. Bændur eru hvattir til að ganga sem fyrst frá áburðarpöntunum svo tryggja megi magn og afhendingar á réttum tíma.

Einar Guðmundsson hjá Búvís segir að ekki sé enn komin fram verðaskrá hjá þeim, en von sé á henni fljótlega.

Skylt efni: áburður

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikaker...

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar
Fréttir 18. desember 2025

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 22. desember á Austurlandi og stendur lengst þar. Ve...

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum
Fréttir 18. desember 2025

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum

Á þessu ári hefur Matvælastofnun ráðist í átak varðandi eftirlit með vörum sem m...

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum
Fréttir 18. desember 2025

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum

Allir áburðarsalar nema einn hafa birt verðskrár sínar. Fram komnar verðhækkanir...

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026
Fréttir 18. desember 2025

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026

Ísland hefur birt fyrstu aðlögunaráætlun stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreyt...

ESA kallar eftir frekari úrbótum
Fréttir 18. desember 2025

ESA kallar eftir frekari úrbótum

ESA gerði eftirfylgni-úttekt á Íslandi um velferð dýra við aflífun og kallar eft...

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020
Fréttir 18. desember 2025

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020

Samkvæmt nýjum sláturtölum Matvælastofnunar fyrir síðustu sláturtíð, fækkaði þei...

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...