ESA kallar eftir frekari úrbótum
Fréttir 18. desember 2025

ESA kallar eftir frekari úrbótum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

ESA gerði eftirfylgni-úttekt á Íslandi um velferð dýra við aflífun og kallar eftir frekari úrbótum í eftirliti og þjálfun.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lokið eftirfylgni-úttekt á Íslandi vegna opinbers eftirlits með velferð dýra við aflífun í sláturhúsum. Segir í tilkynningu frá Matvælastofnun að úttektin hafi farið fram dagana 13.-16. október og tengist fyrri athugun frá árinu 2021. Skoðuð var starfsemi fjögurra sláturhúsa og tveggja umdæmisskrifstofa Matvælastofnunar.

Í úttektinni var fylgt eftir fimm athugasemdum sem stóðu út af frá fyrri skýrslu. Niðurstaðan er sú að þremur þeirra hefur verið lokað eftir úrbætur. Ein athugasemd er enn í framþróun og tengist áhættumati á sláturhúsum, en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í lok næsta árs. Önnur athugasemd, sem snýr að þjálfunaráætlun stofnunarinnar, fékk ákvörðunina „úrbóta er enn þörf“. Matvælastofnun hyggst bæta úr innan sex mánaða.

Í nýlegri samantekt ESA var áréttað að íslensk stjórnvöld þyrftu að standa betur við skuldbindingar um vernd dýra við slátrun. ESA benti á að ákveðnar tillögur sem samið var um hefðu ekki verið innleiddar og kallaði eftir frekari aðgerðum til að tryggja velferð dýra í samræmi við reglur.

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikaker...

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar
Fréttir 18. desember 2025

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 22. desember á Austurlandi og stendur lengst þar. Ve...

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum
Fréttir 18. desember 2025

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum

Á þessu ári hefur Matvælastofnun ráðist í átak varðandi eftirlit með vörum sem m...

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum
Fréttir 18. desember 2025

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum

Allir áburðarsalar nema einn hafa birt verðskrár sínar. Fram komnar verðhækkanir...

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026
Fréttir 18. desember 2025

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026

Ísland hefur birt fyrstu aðlögunaráætlun stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreyt...

ESA kallar eftir frekari úrbótum
Fréttir 18. desember 2025

ESA kallar eftir frekari úrbótum

ESA gerði eftirfylgni-úttekt á Íslandi um velferð dýra við aflífun og kallar eft...

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020
Fréttir 18. desember 2025

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020

Samkvæmt nýjum sláturtölum Matvælastofnunar fyrir síðustu sláturtíð, fækkaði þei...

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...