Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020
Fréttir 18. desember 2025

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt nýjum sláturtölum Matvælastofnunar fyrir síðustu sláturtíð, fækkaði þeim lömbum sem komu til slátrunar á milli ára um rúm 13 þúsund – sem er svipuð fækkun og var á milli áranna 2023 og 2024. Heildarfækkun sláturlamba frá 2020 er um 95 þúsund.

Alls var rúmlega 391 þúsund lömbum slátrað í haust, en rúmlega 404 þúsund haustið 2024. Samdráttur í lambakjötsframleiðslu frá síðasta ári er rúmlega 135 tonn, en mikill fallþungi í haust vegur aðeins upp á móti fækkun dilka í kjötframleiðslunni.

Væn lömb

Lömbin voru mjög væn í haust, en meðalfallþungi mældist nú 17,27 kíló, sem er sá annar mesti í sögunni yfir landið. Einungis árið 2021 var hann meiri þegar hann var 17,40 kíló. Þá mældist hæsta sögulega meðaleinkunn fyrir gerð nú í haust, eða 9,59.

Meðaleinkunn fyrir fitu er 6,67, en var á síðasta ári 6,39. „Já, þetta er hæsta landsmeðaltal sem náðst hefur fyrir gerð,“ segir Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, spurður um niðurstöður ársins. „Vissulega er vænleikinn líka góður en hann hefur einu sinni verið meiri og þá var gerðin aðeins lægri.

Holdfyllingin virðist halda áfram að batna jafnt og þétt sem er gleðilegt. Þetta sjáum við líka í mælingum á bakvöðvaþykkt lambanna. En það kemur þó ekki á óvart að þetta þokist í rétta átt, því sauðfjárbændur hafa almennt mikinn áhuga fyrir kynbótum og innan raða sauðfjárbænda eru margir snjallir ræktunarmenn. Fitan er á ágætu róli, hækkar nú aðeins milli ára samfara auknum fallþunga. Við viljum ekki minnka hana heldur halda henni hóflegri,“ segir Eyþór.

Mestur meðalfallþungi hjá minni sláturhúsum

Sé horft til einstakra sláturhúsa má sjá að mesti meðalfallþunginn mældist í minni sláturhúsunum. Mestur var hann í sláturhúsinu á Refsstað í Vopnafirði, eða 18,82 kíló – en þar var slátrað 736 dilkum. Hjá Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi var meðalfallþungi 18,18 kíló, en þar var rúmlega þúsund dilkum slátrað, og sláturhúsið á Grímsstöðum (Grímsstaðakét) í Reykholtsdal í Borgarfirði var með 17,93 kílóa meðalfallþunga, en þar var 749 dilkum slátrað.

Næst koma Sláturfélag Suðurlands með 17,58 kílóa meðalþunga og sami meðalþungi mældist hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga.

Hæstu meðaleinkunnir fyrir gerð voru hjá Grímsstaðakéti, eða 10,19, og hjá Sláturhúsi KVH þar sem meðaleinkunnin mældist 10,01. 

– Sjá einnig á síðu 2 í nýju Bændablaði

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikaker...

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar
Fréttir 18. desember 2025

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 22. desember á Austurlandi og stendur lengst þar. Ve...

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum
Fréttir 18. desember 2025

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum

Á þessu ári hefur Matvælastofnun ráðist í átak varðandi eftirlit með vörum sem m...

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum
Fréttir 18. desember 2025

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum

Allir áburðarsalar nema einn hafa birt verðskrár sínar. Fram komnar verðhækkanir...

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026
Fréttir 18. desember 2025

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026

Ísland hefur birt fyrstu aðlögunaráætlun stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreyt...

ESA kallar eftir frekari úrbótum
Fréttir 18. desember 2025

ESA kallar eftir frekari úrbótum

ESA gerði eftirfylgni-úttekt á Íslandi um velferð dýra við aflífun og kallar eft...

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020
Fréttir 18. desember 2025

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020

Samkvæmt nýjum sláturtölum Matvælastofnunar fyrir síðustu sláturtíð, fækkaði þei...

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f