Hopun og bráðnun jökla sýnir áhrif loftslagsbreytinga sem aðlögunaráætlun stjórnvalda miðar að.
Hopun og bráðnun jökla sýnir áhrif loftslagsbreytinga sem aðlögunaráætlun stjórnvalda miðar að.
Mynd / Pixabay
Fréttir 18. desember 2025

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ísland hefur birt fyrstu aðlögunaráætlun stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreytinga, sem tekur til tímabilsins 2026–2030 og felur í sér 60 aðgerðir til að styrkja seiglu samfélags og innviða.

Íslensk stjórnvöld hafa kynnt fyrstu aðlögunaráætlun landsins vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Áætlunin, sem er aðgengileg á vefnum CO2.is, miðar að því að draga úr loftslagstengdri áhættu og auka seiglu samfélags og vistkerfa. Hún tekur til tímabilsins 2026-2030 og er sögð tímabær í ljósi þess að loftslagsbreytingar hafa þegar áhrif á íslenskt samfélag og náttúru.

Áætlunin byggir á fjórum meginþáttum: umhverfi, velsæld, innviðum og þverlægum verkefnum. Þar er lögð áhersla á vöktun, viðbrögð og mat á áhrifum loftslagsbreytinga á náttúru, samfélag og innviði. Meðal áhættuþátta eru aukin tíðni öfgakenndra veðuratburða, hopun jökla, hækkandi sjávarstaða, hlýnun og súrnun sjávar, auk kerfislægrar áhættu sem tengist aðfangakeðjum og mögulegum breytingum á hafstraumum.

Í heildina felur áætlunin í sér 60 aðgerðir. Af þeim eru 23 þegar hafnar, 19 í útfærslu hjá ráðuneytum og stofnunum og 18 til viðbótar verða greindar og kostnaðarmetnar. Sex verkefni njóta sérstaks forgangs: aðlögun samgönguinnviða, efling loftslagsþjónustu, gerð viðkvæmniog áhættumats, vöktun íslenskrar náttúru, viðbrögð við breytingum á náttúrufari og aukið bolmagn sveitarstjórna.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, segir að loftslagsbreytingar séu ekki framtíðarvandi heldur nútímaveruleiki sem krefjist aðgerða. Hann undirstrikar að Ísland sé ekki í skjóli og þurfi að laga samfélag og innviði að þeim breytingum sem þegar eru hafnar, samhliða alþjóðlegum aðgerðum til að draga úr losun.

Áætlunin gerir ráð fyrir reglubundnu mati á árangri aðgerða, og fyrsta skýrsla verkefnisstjórnar loftslagsaðgerða verður birt árið 2026.

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikaker...

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar
Fréttir 18. desember 2025

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 22. desember á Austurlandi og stendur lengst þar. Ve...

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum
Fréttir 18. desember 2025

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum

Á þessu ári hefur Matvælastofnun ráðist í átak varðandi eftirlit með vörum sem m...

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum
Fréttir 18. desember 2025

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum

Allir áburðarsalar nema einn hafa birt verðskrár sínar. Fram komnar verðhækkanir...

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026
Fréttir 18. desember 2025

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026

Ísland hefur birt fyrstu aðlögunaráætlun stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreyt...

ESA kallar eftir frekari úrbótum
Fréttir 18. desember 2025

ESA kallar eftir frekari úrbótum

ESA gerði eftirfylgni-úttekt á Íslandi um velferð dýra við aflífun og kallar eft...

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020
Fréttir 18. desember 2025

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020

Samkvæmt nýjum sláturtölum Matvælastofnunar fyrir síðustu sláturtíð, fækkaði þei...

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...