Lífsýni úr nautgripum eru greind til að tryggja rekjanleika og uppruna nautakjöts í matvælakeðju.
Lífsýni úr nautgripum eru greind til að tryggja rekjanleika og uppruna nautakjöts í matvælakeðju.
Mynd / Bbl
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikakerfis fyrir nautakjöt byggðu á erfðamörkum. Kerfið gerir neytendum kleift að staðfesta uppruna kjöts með erfðagreiningu sem ekki er hægt að breyta.

Matís vinnur nú að alþjóðlegu rannsóknaverkefni sem ber heitið BLINK og hefur það að markmiði að þróa nýtt rekjanleikakerfi fyrir nautakjöt. Verkefnið er fjármagnað af EIT Food og hófst árið 2020 í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í Bretlandi og á Ítalíu. Markmiðið er að tryggja neytendum örugga leið til að staðfesta uppruna nautakjöts með erfðagreiningu, sem byggir á nýjustu tækni í erfðafræði.

Erfðastrikamerki fyrir hvern grip

Aðferðin felur í sér að við slátrun nautgrips er tekið lífsýni, til dæmis hár eða vefjasýni, sem sent er til rannsóknar. Þar er erfðaefni einangrað og greind þúsundir erfðamarka í hverjum grip. Út frá þessum upplýsingum er búið til einstakt erfðafræðilegt „strikamerki“ sem fylgir kjötinu alla leið til neytanda. Ólíkt hefðbundnum strikamerkjum er ekki hægt að breyta erfðamerkinu, sem tryggir hámarksöryggi í rekjanleika. Gögnin eru síðan skráð í gagnagrunn ásamt fylgigögnum, sem gerir kleift að sannreyna uppruna kjötsins hvar sem er í virðiskeðjunni.

Ný nálgun gegn matvælasvikum

Ef grunur vaknar um svik í keðjunni, til dæmis rangar upplýsingar á umbúðum, er hægt að senda kjötsýni í erfðagreiningu og staðfesta hvort uppruni þess stemmir við skráðar upplýsingar. Aðferðin er frábrugðin hefðbundnum tegundagreiningum sem áður voru notaðar til að afhjúpa kjötsvindl í Evrópu, þar sem aðeins var greint hvort kjötið væri úr hrossi eða nauti. Með BLINK er hægt að rekja kjötið til einstakra gripa, sem eykur gagnsæi og traust í matvælakeðjunni.

Verkefnið byggir á sömu tækni og stefnt er á að nýta í erfðamengjaúrvali í íslenska kúakyninu á næstu árum. Þróunin er talin stórt skref í átt að auknu öryggi og ábyrgð í matvælaframleiðslu.

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikaker...

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar
Fréttir 18. desember 2025

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 22. desember á Austurlandi og stendur lengst þar. Ve...

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum
Fréttir 18. desember 2025

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum

Á þessu ári hefur Matvælastofnun ráðist í átak varðandi eftirlit með vörum sem m...

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum
Fréttir 18. desember 2025

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum

Allir áburðarsalar nema einn hafa birt verðskrár sínar. Fram komnar verðhækkanir...

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026
Fréttir 18. desember 2025

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026

Ísland hefur birt fyrstu aðlögunaráætlun stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreyt...

ESA kallar eftir frekari úrbótum
Fréttir 18. desember 2025

ESA kallar eftir frekari úrbótum

ESA gerði eftirfylgni-úttekt á Íslandi um velferð dýra við aflífun og kallar eft...

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020
Fréttir 18. desember 2025

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020

Samkvæmt nýjum sláturtölum Matvælastofnunar fyrir síðustu sláturtíð, fækkaði þei...

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...