Frá málþinginu sem haldið var á Laugum í Sælingsdal.
Frá málþinginu sem haldið var á Laugum í Sælingsdal.
Mynd / Vestfjarðastofa
Fréttir 19. desember 2025

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Málþing var haldið á dögunum á Laugum í Sælingsdal, um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Reykhólasveitar, Stranda og Húnaþings vestra.

Með þessu málþingi lauk formlega verkefninu Leiðir til byggðafestu sem hófst árið 2023 en lokaskýrslu um það var skilað í byrjun árs 2024.

Verðmætasköpun möguleg með lítilli yfirbyggingu

Höfundar skýrslunnar eru Björn Bjarnason og Hlédís Sveinsdóttir, sem saman unnu einnig að „Ræktum Ísland“, sem var fyrsta opinbera tillagan að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.

Leiðir til byggðafestu var unnin fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV).

Fjallað er um málþingið á vef Vestfjarðastofu, þar sem segir að þau Björn og Hlédís hafi flutt erindi um verkefnið í heild sinni sem og um skýrsluna einnig sérstaklega. Meðal helstu niðurstaðna þeirra hafi verið að mikil verðmætasköpun geti átt sér stað í landbúnaðarhéruðum með lítilli yfirbyggingu.

Fóðuriðja í Saurbæ

Í skýrslunni eru sex námskeið sérstaklega nefnd sem geta stutt markmið um leiðir til byggðafestu í þessum landshlutum, til að mynda námskeið vegna ylræktar og útiræktunar, fullvinnsla á kjöti, nýting ullar og nákvæmnisbúskapur. Kerfislegu verkefnin sem tilgreind eru fjalla um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði, uppbyggingu í Ólafsdal við Saurbæ í Dölum, kræklingarækt í Króksfirði og Steingrímsfirði, mat á kolefnisspori sauðkindarinnar, fóðuriðju í Saurbæ og þörungavinnslu á Reykhólum.

Á vef Vestfjarðastofu segir að fram hafi komið að enn sem komið er kunni leiðirnar að virðast sýnd veiði en ekki gefin, þar sem núverandi regluverk geti verið hamlandi og enn sé skortur á rannsóknum. Byggðafesta krefjist nefnilega þekkingaröflunar og stundum kerfisbreytinga.

Endurheimt votlendis og kolefniseiningar

Aðrar hliðar á byggðaþróun og byggðafestu voru einnig til umræðu á málþinginu. Til að mynda flutti Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum, erindið „Virðisauki heima á hlaði“, en Rjómabúið Erpsstaðir er vinsæll viðkomustaður ferðafólks við þjóðveginn í Dölunum þar sem rekið er kúabú með framleiðslu meðal annars á ís og ostum.

Hjörleifur Finnsson, verkefnisstjóri umhverfis- og loftslagsmála hjá Vestfjarðastofu, fjallaði um kolefniseiningar, en þar kom fram að endurheimt votlendis virðist vera hagkvæmasta leiðin til framleiðslu þeirra.

Aukin verðmæti afurða

Guðfinna Lára Ásgeirsdóttir, bóndi og frumkvöðull á Stóra-Fjarðarhorni á Ströndum, gaf innsýn í eigin reynslu af nýsköpun í landbúnaði. Hún fjallaði meðal annars um sauðfjárrækt, holdanautgriparækt og uppsetningu matvælavinnslu; verkefni sem reyndist krefjandi en opnaði ýmsa möguleika. Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, hjá Urði Ullarvinnslu, flutti erindi um nýsköpunarverkefni sitt í Dölunum, en þar er meðal annars framleiðsla á ullarbandi úr lambsull, verðmætustu og mýkstu ullinni sem völ er á.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR – félags um lífræna ræktun og framleiðslu og fagráðs um lífræna ræktun – fjallaði um lífræna grænmetisrækt sem hún segir raunhæfan valkost fyrir bændur og leið til að auka verðmæti afurða.

Loks fjallaði Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, um hvað dregur ungt fólk í dreifbýli. Þar fjallaði hann um starfsskilyrði landbúnaðarins og litla nýliðun í landbúnaði. Þar væru helstu hindranir lítið framboð á bújörðum og veikleikar í fjárhagsumhverfi greinarinnar, bæði hvað varðar lánakjör og arðsemi.

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum
Fréttir 19. desember 2025

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum

Málþing var haldið á dögunum á Laugum í Sælingsdal, um leiðir til byggðafestu á ...

Metuppskera af þurrkuðu korni
Fréttir 19. desember 2025

Metuppskera af þurrkuðu korni

Afar hagstæð veðurskilyrði voru á Íslandi í sumar og haust til kornræktar, sem s...

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf
Fréttir 19. desember 2025

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf

Eins og fram kemur í forsíðufrétt hefur kindakjötsframleiðsla dregist mjög saman...

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikaker...

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar
Fréttir 18. desember 2025

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 22. desember á Austurlandi og stendur lengst þar. Ve...

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum
Fréttir 18. desember 2025

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum

Á þessu ári hefur Matvælastofnun ráðist í átak varðandi eftirlit með vörum sem m...

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum
Fréttir 18. desember 2025

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum

Allir áburðarsalar nema einn hafa birt verðskrár sínar. Fram komnar verðhækkanir...

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026
Fréttir 18. desember 2025

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026

Ísland hefur birt fyrstu aðlögunaráætlun stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreyt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f