Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mest flutt inn frá Úkraínu og Brasilíu
Fréttir 20. febrúar 2023

Mest flutt inn frá Úkraínu og Brasilíu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Heildarvirði landbúnaðarafurða sem flutt voru til ríkja Evrópusambandsins í október 2022 var 15,7 milljarðar evra, sem er þrjú prósent aukning frá fyrri mánuði.

Skýrist þetta af hækkuðu verði á sojamjöli, repjufræjum, hveiti og sólblómaolíu. Sambandið flutti út landbúnaðarvörur fyrir 20,7 milljarða evra á sama tíma, sem er samdráttur um 1,2 prósent milli mánaða. Þetta kemur fram í skýrslu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út í lok síðasta mánaðar.

Samdráttur var á útflutningi sem skýrist helst á minni sölu á sterku víni, ostum og ystingi. Þriggja prósenta virðisaukning var á útflutningi til Kína sem vegur að hluta til upp á móti þriggja prósenta niðursveiflu á sölu til Bandaríkjanna og tveggja prósenta minnkun til Bretlands. Þrátt fyrir þennan samdrátt í október er heildarútflutningur Evrópusambandsins árið 2022 til Bretlands og Bandaríkjanna meiri en nokkru sinni fyrr.

Flestar af þeim landbúnaðarafurðum sem fluttar eru til ESB eru upprunnar í Brasilíu og Úkraínu. Samdráttur var samt sem áður um 17 prósent á flutningi varnings frá fyrrnefnda landinu, á meðan það síðarnefnda naut 25 prósenta aukningar. 70 prósent þess sem keypt var frá Úkraínu var maís, sólblómaolía, sólblómafræ og repjufræ. Það land sem er með þriðju mestu hlutdeildina á flutningi landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins er Stóra- Bretland.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...