Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Plönturnar sem tollayfirvöld í Nýja-Sjálandi fundu innanklæða á smyglara.
Plönturnar sem tollayfirvöld í Nýja-Sjálandi fundu innanklæða á smyglara.
Fréttir 17. febrúar 2021

Með 1.000 kaktusa og þykkblöðunga innanklæða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Smyglarar eru duglegir að finna leiðir til að koma ólöglegum varningi milli landa. Þetta sannaðist fyrir skömmu þegar hundur kom upp um konu sem var tekin með tæplega 1.000 kaktusa innanklæða við komuna til Auckland á Nýja-Sjálandi.

Konan hefur verið dæmd fyrir brot á lögum um líffræðilegt öryggi enda reglur á Nýja-Sjálandi um innflutning á framandi lífverum. Sú seka hefur viðurkennt að hafa ætlað að smygla plöntunum til Nýja-Sjálands frá Kína og áframrækta þær til sölu. Auk þess að hafa verið dæmd fyrir brot á reglum um innflutning á framandi lífverum hefur hún verið dæmd fyrir smygl í tólf mánaða aðgæslu og 100 klukkustunda samfélagþjónustu.

Árið 2019 var önnur kona dæmd fyrir svipaðan glæp þegar hún reyndi að smygla tæplega 950 þykkblöðungum og kaktusum til Nýja-Sjálands í sokk. Meðal þeirra voru átta tegundir sem flokkast í útrýmingarhættu.

Í frétt um málið segir að þegar hundurinn sem kom upp um smyglarann fór að sýna henni áhuga hafi konan lagt á flótta inn á salerni og reynt að sturta kaktusunum og þykkblöðungunum niður. Sama kona var tekin fyrir nokkrum árum fyrir að reyna að smygla fræjum til Nýja-Sjálands í hulstri utan af iPad.

Skylt efni: Nýja Sjáland | Smygl | Kaktusar

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...