Plönturnar sem tollayfirvöld í Nýja-Sjálandi fundu innanklæða á smyglara.
Plönturnar sem tollayfirvöld í Nýja-Sjálandi fundu innanklæða á smyglara.
Fréttir 17. febrúar 2021

Með 1.000 kaktusa og þykkblöðunga innanklæða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Smyglarar eru duglegir að finna leiðir til að koma ólöglegum varningi milli landa. Þetta sannaðist fyrir skömmu þegar hundur kom upp um konu sem var tekin með tæplega 1.000 kaktusa innanklæða við komuna til Auckland á Nýja-Sjálandi.

Konan hefur verið dæmd fyrir brot á lögum um líffræðilegt öryggi enda reglur á Nýja-Sjálandi um innflutning á framandi lífverum. Sú seka hefur viðurkennt að hafa ætlað að smygla plöntunum til Nýja-Sjálands frá Kína og áframrækta þær til sölu. Auk þess að hafa verið dæmd fyrir brot á reglum um innflutning á framandi lífverum hefur hún verið dæmd fyrir smygl í tólf mánaða aðgæslu og 100 klukkustunda samfélagþjónustu.

Árið 2019 var önnur kona dæmd fyrir svipaðan glæp þegar hún reyndi að smygla tæplega 950 þykkblöðungum og kaktusum til Nýja-Sjálands í sokk. Meðal þeirra voru átta tegundir sem flokkast í útrýmingarhættu.

Í frétt um málið segir að þegar hundurinn sem kom upp um smyglarann fór að sýna henni áhuga hafi konan lagt á flótta inn á salerni og reynt að sturta kaktusunum og þykkblöðungunum niður. Sama kona var tekin fyrir nokkrum árum fyrir að reyna að smygla fræjum til Nýja-Sjálands í hulstri utan af iPad.

Skylt efni: Nýja Sjáland | Smygl | Kaktusar

Byggðasafn Árnesinga flytur í nýtt húsnæði
Fréttir 8. mars 2021

Byggðasafn Árnesinga flytur í nýtt húsnæði

Í vor flytur Byggðasafn Árnesinga innri aðstöðu sína úr Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka...

Þróa sjálfkeyrandi rafknúna smávagna
Fréttir 8. mars 2021

Þróa sjálfkeyrandi rafknúna smávagna

Frönsku fyrirtækin Navya og Bluebus hyggjast nýta sérþekkingu sína og fara í tæk...

Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi
Fréttir 5. mars 2021

Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi

Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food samtakana á Norðurlöndunum og fyrrv...

MS ehf. gert að greiða samtals 480.000.000 krónur vegna brota gegn samkeppnislögum
Fréttir 5. mars 2021

MS ehf. gert að greiða samtals 480.000.000 krónur vegna brota gegn samkeppnislögum

MS ehf. talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams ko...

Viðbrögð MS við niðurstöðu Hæstaréttar
Fréttir 5. mars 2021

Viðbrögð MS við niðurstöðu Hæstaréttar

Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 26/2020 er leiddur til lykta ágreiningur um túlk...

Lífræn framleiðsla eykst í löndum ESB
Fréttir 4. mars 2021

Lífræn framleiðsla eykst í löndum ESB

Frá árinu 2012 til 2019 var 46% aukning í landsvæði í löndum Evrópusambandsins s...

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins
Fréttir 4. mars 2021

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins

Stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) býður bændum til veffundar fimmtudaginn 4. mars...

Orkídea er vettvangur nýsköpunar fyrir matvælaframleiðslu og líftækni
Fréttir 4. mars 2021

Orkídea er vettvangur nýsköpunar fyrir matvælaframleiðslu og líftækni

Síðasta sumar var undirritað samkomulag á milli Landsvirkjunar, Sambands sunnlen...