Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Plönturnar sem tollayfirvöld í Nýja-Sjálandi fundu innanklæða á smyglara.
Plönturnar sem tollayfirvöld í Nýja-Sjálandi fundu innanklæða á smyglara.
Fréttir 17. febrúar 2021

Með 1.000 kaktusa og þykkblöðunga innanklæða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Smyglarar eru duglegir að finna leiðir til að koma ólöglegum varningi milli landa. Þetta sannaðist fyrir skömmu þegar hundur kom upp um konu sem var tekin með tæplega 1.000 kaktusa innanklæða við komuna til Auckland á Nýja-Sjálandi.

Konan hefur verið dæmd fyrir brot á lögum um líffræðilegt öryggi enda reglur á Nýja-Sjálandi um innflutning á framandi lífverum. Sú seka hefur viðurkennt að hafa ætlað að smygla plöntunum til Nýja-Sjálands frá Kína og áframrækta þær til sölu. Auk þess að hafa verið dæmd fyrir brot á reglum um innflutning á framandi lífverum hefur hún verið dæmd fyrir smygl í tólf mánaða aðgæslu og 100 klukkustunda samfélagþjónustu.

Árið 2019 var önnur kona dæmd fyrir svipaðan glæp þegar hún reyndi að smygla tæplega 950 þykkblöðungum og kaktusum til Nýja-Sjálands í sokk. Meðal þeirra voru átta tegundir sem flokkast í útrýmingarhættu.

Í frétt um málið segir að þegar hundurinn sem kom upp um smyglarann fór að sýna henni áhuga hafi konan lagt á flótta inn á salerni og reynt að sturta kaktusunum og þykkblöðungunum niður. Sama kona var tekin fyrir nokkrum árum fyrir að reyna að smygla fræjum til Nýja-Sjálands í hulstri utan af iPad.

Skylt efni: Nýja Sjáland | Smygl | Kaktusar

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...