Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna
Mynd / Matvælasjóður
Fréttir 15. september 2021

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna

Höfundur: smh

Matvælasjóður hefur úthlutað í annað sinn og að þessu sinni 566,6 milljónum króna til 64 verkefna. Umsóknir um styrki voru 273.

Tilkynnt var um úthlutunina á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í dag. Þar kemur fram að fjögur fagráð hafi verið stjórn sjóðsins til ráðgjafar, eitt í hverjum styrkjaflokki. Verklagið var með þeim hætti að fagráðin skiluðu til stjórnar forgangsröðun verkefna eftir einkunnum ásamt umsögnum um hvert verkefni fyrir sig. Stjórn Matvælasjóðs skilaði síðan tillögum til ráðherra sem ráðherra féllst á. Öllum umsækjendum mun berast svar við umsóknum sínum ásamt umsögn um verkefnin.

Í tilkynningunni kemur fram að dreifing verkefna sem fengu styrk sé nokkuð jöfn milli landshluta.

Meðal verkefna sem hljóta styrk eru: 
  • Útfærsla hugmynda og prófun á fæðubótarefni úr tilteknum spírum og sykrum úr þörungum.
  • Vöruþróun á millimáli og ídýfum úr broddmjólk. 
  • Tilraun til notkunar þangsafa við vökvaræktun grænmetis.
  • Tilraunir og vöruþróun á ætum rósum.
  • Verkefni um að framleiða umhverfisvænni matvælaumbúðir.
  • Framleiðsla á hafraskyri úr íslenskum höfrum.
  • Hagkvæmnisathugun fyrir uppsetningu frostþurrkunarvers fyrir matvæli á Íslandi
  • Fullvinnsla á grjótkrabba og aukaafurðum af próteinríkum.
  • Verkefni um framleiðslu á húðvörum úr íslenskum jurtum og hliðarafurðum matvælaframleiðslu.
  • Áhrif endurnýjunar íslenska fiskiskipaflotans á kolefnisspor afurða.
  • Verkefni um hreina fiskiolíu í vesturvíking.

Frekar upplýsingar um úthlutunina og styrkþega

Skylt efni: matvælasjóður

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...