Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matvælasjóður styrkti fjölbreytt verkefni
Fréttir 12. júní 2023

Matvælasjóður styrkti fjölbreytt verkefni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fimmtíu og þrjú verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði en úthlutun var tilkynnt þann 31. maí sl. Styrkirnir námu alls 577 milljónum króna.

Alls bárust 177 umsóknir til sjóðsins að þessu sinni en veittir eru styrkir úr fjórum flokkum; Báru, Keldu, Afurð og Fjársjóði.

Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi að hámarki þremur milljónum króna. Styrkflokkurinn er ætlaður einstaklingum og litlum fyrirtækjum fyrir 6 mánaðar löng verkefni sem geta verið til að kanna fýsileika, greina eða útfæra hugmynd tengda íslenskri matvælaframleiðslu. Alls hlutu 25 verkefni styrki en á listanum má m.a. finna verkefni um gráðostagerð, geitamjólkurafurðir, gerilsneyðingu matvæla með háþrýstingi, húðvörur úr íslenskri nautatólg, krabbavinnslu, heimavinnslu mjólkurafurða, forystufjárkjöt, um tónik úr íslenskum jurtarótum og leðurgerð með hreistur og beinum.

Rannsóknir á eggjaneyslu og þörungapróteini

Kelda styrkir rannsóknir og verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar vítt á sviði íslenskrar matvælaframleiðslu. Ellefu verkefni hlutu styrk en hæstan styrk flokksins, 30 milljónir króna, hlaut Orify ehf. fyrir verkefni sem nefnist „Stafrænn tvífari matvæla“.

Matís er skráður umsækjandi að sjö verkefnum sem hlutu styrk sem fjalla m.a. um þörungaprótein, fóðrun holdanauta, eggjaneyslu, bruggger og kolefnisspor matvæla. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hlaut styrk fyrir rannsókn á bógkreppu og Landbúnaðarháskóli Íslands fékk styrk fyrir tveimur rannsóknum.

Níu verkefni hlutu styrk úr Keldu, sem hefur þann tilgang að aðstoða fyrirtæki við að styrkja markaðsinnviði og markaðssókn afurða. Veittir voru styrkir fyrir markaðsherferð fyrir nýja wasabi vöru, fyrir vörumerkjaþróun Landeldis ehf., tvær ginframleiðslur fengu styrk fyrir markaðssókn og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hlaut styrk fyrir markaðssetningu Collab í Svíþjóð.

Vegan álegg og fullvinnsla hrossakjöts

Átta verkefni fengu úthlutun úr Afurð sem styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar. Styrkveitingar miða að því að gefa styrkþegum tækifæri til að móta og þróa afurðir úr hráefnum sem falla til við matvælaframleiðslu.

Hæstan styrk flokksins, 30 milljónir króna, hlaut fyrir- tækið Klaki Tech fyrir verkefnið „Hrognaflokkunar- og pökkunarbúnaður“. Fyrirtækið Jörth ehf. hlaut tæpar 20 milljónir króna til að hagnýta mysuprótein með íblöndun góðgerla, en viðtal við Birnu G. Ásbjörnsdóttur, einn stofnenda fyrirtækisins, má nálgast HÉR. Einnig voru veittir styrkir fyrir verkefni sem miða að því að nýta hliðarstraum við vinnslu eldislax til matvælaframleiðslu, fyrir ræktun kóngaostra, fyrir þróun nýrra afurða með fullvinnslu á hrossakjöti og fyrir þróun á íslensku vegan áleggi.

Listi yfir styrkþega Matvælasjóðs má nálgast á vefsíðu matvælaráðuneytisins.

Skylt efni: matvælasjóður

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.