Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Nokkrir nemendur með brakandi ferskt grænmeti úr útigörðum garðyrkjubænda í Uppsveitum Árnessýslu.
Nokkrir nemendur með brakandi ferskt grænmeti úr útigörðum garðyrkjubænda í Uppsveitum Árnessýslu.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 7. október 2025

Matreiðslunemendur og garðyrkjubændur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega fóru 30 matreiðslunemendur við Menntaskólann í Kópavogi (MK) og tveir kennarar þeirra í skemmtilega heimsókn til nokkurra garðyrkjubænda í Uppsveitum Árnessýslu.

Sölufélag garðyrkjumanna skipulagði ferðina en í henni fengu nemendur að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi. Ragnheiður og Friðrik á garðyrkjustöðinni Flúðajörfa tóku hópinn út á akrana þar sem þau fengu að uppskera brakandi ferskar gulrætur, blóm- og spergilkál við mikla hrifningu.

Nemendur með nýjar, ferskar gulrætur, sem þeir fengu að taka upp.
Flúðasveppir og Friðheimar

Ævar tók á móti hópnum í Flúðasveppum og kynnti allt svepparæktunarferlið, sem nemendum þótti mjög fróðlegt. Nemendur fengu sér síðan ljúffenga sveppasúpu ásamt ljúffengu meðlæti á Farmers Bistro hjá Flúðasveppum.

Knútur Ármann á Friðheimum í Reykholti leiddi þau um gróðurhúsin, sagði frá allri þeirra starfsemi og sýndi þeim inn í eldhúsið og kynnti einnig Vínstofu Friðheima.

Kryddtegundir Ártanga

Hópurinn kom einnig við á garðyrkjustöðinni Kinn í Hveragerði og Ártangi í Grímsnesi var líka heimsóttur þar sem kynntar voru þær fjölmörgu kryddtegundir, sem ræktaðar eru í garðyrkjustöðinni.

„Það er mikill heiður fyrir Sölufélagið og garðyrkjubændur að fá tækifæri til að fræða kokkanema um eiginleika og gæði íslenska grænmetisins. Okkur er það mikilvægt að nemendur fái að kynnast ræktuninni frá fyrstu hendi, smakka grænmetið beint úr gróðurhúsunum og akrinum og geta fengið að spyrja spurninga sem brennur á þeim að fá svör við. Samstarfið við MK hefur staðið í nokkur ár og höfum við farið tvær ferðir á ári, eina að vori og svo hina að hausti. Nemendur eru ákaflega áhugasamir og er sú upplifun og fróðleikur sem þau fá úr ferðinni tvinnuð saman við námsefnið,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélagsins.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.