Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Markmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun
Fréttir 11. september 2018

Markmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Byggðastofnun hefur úthlutað rúmlega 170 milljónum króna í verkefnastyrki til Brothættra byggða á undanförnum árum. Markmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarkjörnum og í sveitum landsins.

Byggðalög sem flokkast undir Brothættar byggðir og hlotið hafa styrk eru Árneshreppur á Ströndum, Bíldudælur, Borgarfjörður eystri, Breiðdalshreppur, Grímsey, Hrísey, Raufarhöfn, Skaftárhreppur, Þingeyri og Öxarfjörður.

Margvísleg verkefni

Hátt á annað hundrað verkefni hafa hlotið styrki að heildarupphæð 170.300.000 króna. Verkefnin sem hafa fengið styrki eru fjölbreytt og segja má að þar sé að finna eitthvað fyrir alla.

Dæmi um verkefni sem fengið hafa styrk eru uppsetning á frisbígolfvelli í Grímsey, skútlægi í Norðurfirði, uppbygging tjaldsvæðis og skógræktar í Vesturbyggð, þjálfun nýliða í Golfklúbbi Bíldudals, matvælavinnsla beint frá býli og Strandminjasafn að Hnausum í Skaftárhreppi svo dæmi séu nefnd.
Skoða má yfirlit yfir allar úthlutanirnar á heimasíðu Byggðastofnunar undir Brothættar byggðir.

Frisbígolfvöllur í Grímsey

Umsækjandi er Kiwanis­klúbburinn Grímur í Grímsey. Frisbígolf nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi og hafa Kiwanis-félagar í Grímsey áhuga á því að útbúa nyrsta frisbígolfvöll á Íslandi. Hugmyndin er að fá sérfræðinga frá Fuzz til að koma og veita ráðgjöf við hönnun og gera tilboð til að hægt verði að koma hugmyndinni í framkvæmd sem fyrst. Tillagan er að hanna völlinn þannig að síðasta karfan verði yfir heimskautsbaug og með því má áætla að völlurinn komi til með að vekja áhuga hjá nýjum markhóp að koma og heimsækja eyjuna og kemur það þá til með að styrkja og efla ferðaþjónustu í eyjunni. Völlurinn er ekki síður hugsaður fyrir heimamenn sem fellur vel að markmiði um samheldið og þróttmikið samfélag. Einnig fellur allt verkefnið vel að starfsmarkmiði um að sérstaða Grímseyjar verði betur nýtt til markaðssetningar. Sótt er um styrk fyrir hönnunar-, efnis- og ferðakostnaði.
Verkefninu var úthlutað 1.800.000 krónur.

Skútulægi í Norðurfirði

Verkefnið snýr að því að setja út átta legufæri sem skútur geta lagst við og bjóða þannig upp á nýja þjónustu við skútusiglingafólk sem kemur í Norðurfjörð. Hvert legufæri er hannað á þann hátt að skútur allt að 50 fetum geta á öruggan hátt legið þar og skipverjar geta farið í land og skilið bátinn eftir. Hvert legufæri samanstendur af lóði sem situr á botninum, taug frá lóðinu í belg og tveimur grennri tógum sem báturinn er bundinn við. Baujurnar verða staðsettar útaf höfninni í Norðurfirði á um 10 til 12 metra dýpi. Þjónustan yrði auglýst á vefsvæði Cruicing Association, sem eru alþjóðleg samtök skútusiglingafólks með höfuðstöðvar í London. Verkefnið er áhugavert og góð viðbót við skútumenningu staðarins ásamt því að það styrkir ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefnið er umhverfisvænt og með tilkomu þess minnkar skaði á hafsbotni og lífríki þar vegna akkera. Verkefnisstjórnin vill koma þeim tilmælum á framfæri við umsækjanda að skoða möguleika á að setja staðsetningarmerki á legufærin.
Verkefninu var úthlutað 1.000.000 krónur.

Þjálfun nýliða í Golfklúbbi Bíldudals

Sótt er um styrk til nýliðadaga. Golfklúbburinn á í vök að verjast m.a vegna hækkandi aldurs klúbbfélaga. Klúbburinn telur um 30 félaga og er u.þ.b. helmingur ellilífeyrisþega. Vegna óhagstæðrar aldurssamsetningar hefur félagsgjald verið jafnað, þ.e. ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá ekki lengur afslátt á ársgjaldi. Tilgangur verkefnisins er að fjölga félögum og fá unglinga til liðs við klúbbinn til iðkunar á golfíþróttinni á svæðinu. Fenginn verður golfkennari með PGA réttindi til umsjónar með einu námskeiði sem verður hluti nýliðadaga. Einnig munu eldri og reyndari félagar sinna kynningu á íþróttinni.
Verkefninu var úthlutað 300.000 krónur.

Markmiðið að draga úr fólksfjölgun

Meginmarkmið verkefnisins Brothættar byggðir er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarkjörnum og í sveitum landsins. Verkefnið miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir.

Verkefnið er ætlað byggðar­lögum sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun, fækkun atvinnutækifæra og það að atvinnulíf og þjónusta hafa veikst. Staða byggðarlaga sem til greina koma til þátttöku er metin á hlutlægan hátt með skilgreindum mælikvörðum. Mælikvarðarnir taka meðal annars mið af lýðfræðilegum þáttum, fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, stærð atvinnusóknarsvæða og fjárhagslegri stöðu sveitarfélags.
 

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...