Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Margir plastruslaflekkir allt að 19-föld stærð Íslands fljótandi um heimshöfin
Fréttir 2. maí 2018

Margir plastruslaflekkir allt að 19-föld stærð Íslands fljótandi um heimshöfin

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Miðja vegu milli Kaliforníu og Havaí í Kyrrahafi er svæði sem þekkt er sem „Mikli Kyrrahafs-ruslaflekkurinn“, eða Great Pacific Garbage Patch.
 
Þetta er risastór fljótandi breiða af fiskinetum, flöskum, pokum og ýmsu öðru plastrusli að því er fram kemur í frétt NBC News. 
 
„Þetta er heljarmikil plastsúpa,“ segir Kahi Pacarro, framkvæmdastjóri stofnunar í Honolulu, sem kallast „Sjálfbær strandlengja Havaí“.
 
Hann segir að vitað hafi verið um tilvist þessarar ruslabreiðu í hafinu síðan á miðjum níunda áratug síðustu aldar.  
 
 
Þrisvar sinnum stærri en Frakkland
 
„Við vorum þó ekki alveg viss, fyrr en í mars þegar út kom skýrsla sem sýndi að þessi ruslaflekkur þekur svæði sem er þrisvar sinnum stærra en Frakkland,“ segir Pacarro. Frakkland er um 641 þúsund ferkílómetrar.  Flekkurinn er því um 19 sinnum stærri en Ísland. 
 
Örplastið blandast inn í fæðukeðjuna
 
Richard Thompson, sjávar­líffræðingur hjá Plymouth-­háskóla í Bretlandi, segir þetta mikið áhyggjuefni. Ruslið í þessari fljótandi breiðu sé stöðugt að aukast. Vandinn sé ekki bara ruslið sjálft, því í því flækist alls konar sjávardýr og drepist. Þar á meðal eru skjaldbökur, höfrungar og hvalir. Þá brotni plastið niður í öreindir og verði fóður fyrir fiska og lífverur sem nærast með því að sía sjó eins og ostrur og kræklinga. Í framhaldinu geti það svo verið hlutskipti manna að innbyrða örplastið við neyslu á þessum sjávardýrum. Ekkert sé vitað um áhrif þess á heilsu manna. 
 
Margir ruslaflekkir
 
Umræddur ruslaflekkur er þó ekki sá eini í Kyrrahafinu. Þessi er svokallaður Eystri-Kyrrahafs-ruslaflekkurinn, en annar svipaður flekkur er í vesturhluta Kyrrahafsins í hafstraumamiðju sem þar er. Enn annar flekkur er svo í Suður- Kyrrahafi, á Indlandshafi og tveir í Atlantshafi. 
 
Samkvæmt skýrslu breskra yfirvalda er nú áætlað að plastið í sjónum geti þrefaldast til ársins 2050.
 
Ein af hugmyndunum að búnaði til að fanga plastrusl í hafinu. 
 
Ruslið veitt í net
 
Óhagnaðardrifin samtök í Hollandi hafa sett upp áætlun um að hreinsa hafið undir nafninu „Ocean Cleanup“. Safnað hefur verið 35 milljónum dollara til að setja saman 60 ruslasafnara á næstu árum. Þessir ruslasafnarar eru eins konar netalagnir sem eiga að safna plastrusli sem er allt niður í einn sentímetri í þvermál. Flotholt sjá um að halda netunum réttum í sjónum þannig að þau haldi ruslinu þar til það verður sótt. 
 
Ráðgert var að hefja tilraunir með lokaútgáfu þessara ruslasafnara í San Francisco-flóa nú undir lok apríl. 
„Þá kemur í ljós hvort þetta virkar eins og til er ætlast,“ segir Aejen Tjellema, tæknistjóri hjá Ocean Cleanup. Hópurinn áætlar að með svona ruslasöfnunarnetum verði hægt að hreinsa upp helminginn af Mikla Kyrrahafs-ruslaflekknum á fimm árum og hreinsa upp um 50 þúsund tonn af plasti á ári. 
Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...