Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Meðal fyrirlesara á málþinginu verður Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.
Meðal fyrirlesara á málþinginu verður Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2025

Málþing um framtíð landbúnaðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tekið verður á mörgum hagsmunamálum landbúnaðarins á víðum grunni á opnum fundi sem nokkur samtök tengt landbúnaði standa fyrir í næstu viku.

Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í landbúnaði, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði boða til fundar um framtíð íslensks landbúnaðar þann 26. febrúar á Hótel Nordica.

Ræða á um landbúnað í samhengi við almannahagsmuni, til að mynda í tengslum við fæðu- og þjóðaröryggi, hvernig Íslendingar geti orðið meira sjálfbærir í þeim efnum. Þá verður fjallað um mörg þau málefni sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni í dag, eins og tollamál, raforkumál og garðyrkjubændur, byggðamál, nýsköpun, smáframleiðendur, nýliðun og unga bændur.

Á meðal fyrirlesara verða Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Steinþór Logi Arnarsson, formaður Sambands ungra bænda og Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.

Fundarstjóri verður Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.