Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Meðal fyrirlesara á málþinginu verður Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.
Meðal fyrirlesara á málþinginu verður Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2025

Málþing um framtíð landbúnaðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tekið verður á mörgum hagsmunamálum landbúnaðarins á víðum grunni á opnum fundi sem nokkur samtök tengt landbúnaði standa fyrir í næstu viku.

Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í landbúnaði, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði boða til fundar um framtíð íslensks landbúnaðar þann 26. febrúar á Hótel Nordica.

Ræða á um landbúnað í samhengi við almannahagsmuni, til að mynda í tengslum við fæðu- og þjóðaröryggi, hvernig Íslendingar geti orðið meira sjálfbærir í þeim efnum. Þá verður fjallað um mörg þau málefni sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni í dag, eins og tollamál, raforkumál og garðyrkjubændur, byggðamál, nýsköpun, smáframleiðendur, nýliðun og unga bændur.

Á meðal fyrirlesara verða Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Steinþór Logi Arnarsson, formaður Sambands ungra bænda og Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.

Fundarstjóri verður Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.