Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Mynd / land.is
Fréttir 2. september 2022

Losun CO2 minnkar við endurheimt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landgræðslan sendi nýverið frá sér skýrslu um samstarfsverkefni sitt og Landsvirkjunar við endurheimt votlendis á tveimur jörðum, Sogni í Ölfusi og á Ytri- Hraundal á Mýrum.

Mælingar sýna marktæka minnkun í losum koltvísýrings við endurheimt votlendis.

Verkefnið skiptist í þrjá verkþætti, framkvæmd endur- heimtar og mismunandi verklag við framkvæmdir, vöktun breytinga á grunnvatnshæð og losun gróðurhúsalofttegunda eftir endurheimt og árangur mismunandi meðferða til að flýta fyrir landnámi votlendisgróðurs í sárum sem mynduðust við framkvæmdina.

Hækkun grunnvatnsstöðu dregur úr losun

Samkvæmt mælingum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt eftir endurheimt og í samræmi við hækkun á grunnvatnsstöðu en ekki var marktækur munur á losun metans fyrir og eftir endurheimt.

Mikill munur var á mæliþáttum á milli svæða og á milli vöktunarreita innan svæðanna. Sem gefur til kynna hversu mikill breytileiki getur verið á litlum og afmörkuðum svæðum.

Tveimur árum eftir endurheimt sást að með því að hækka grunnvatnsstöðuna á þessum framræstu svæðum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt og sú minnkun var í samræmi við hversu mikið grunnvatnshæðin hækkaði. Vöktunin sýnir einnig mikilvægi þess að nýta allar gróðurtorfur á yfirborði, vegna þess að ekki er vitað fyrir fram hversu fljótt gróður nemur land í sárum og mun meiri fyrirhöfn er að grípa inn í á seinni stigum en að huga að þessum þáttum þegar endurheimt er framkvæmd.

Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að mikilvægt sé að fylgjast áfram með svæðunum til að meta langtímaárangurendurheimtarinnar.

Skylt efni: Landgræðsla

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...