Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Mynd / land.is
Fréttir 2. september 2022

Losun CO2 minnkar við endurheimt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landgræðslan sendi nýverið frá sér skýrslu um samstarfsverkefni sitt og Landsvirkjunar við endurheimt votlendis á tveimur jörðum, Sogni í Ölfusi og á Ytri- Hraundal á Mýrum.

Mælingar sýna marktæka minnkun í losum koltvísýrings við endurheimt votlendis.

Verkefnið skiptist í þrjá verkþætti, framkvæmd endur- heimtar og mismunandi verklag við framkvæmdir, vöktun breytinga á grunnvatnshæð og losun gróðurhúsalofttegunda eftir endurheimt og árangur mismunandi meðferða til að flýta fyrir landnámi votlendisgróðurs í sárum sem mynduðust við framkvæmdina.

Hækkun grunnvatnsstöðu dregur úr losun

Samkvæmt mælingum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt eftir endurheimt og í samræmi við hækkun á grunnvatnsstöðu en ekki var marktækur munur á losun metans fyrir og eftir endurheimt.

Mikill munur var á mæliþáttum á milli svæða og á milli vöktunarreita innan svæðanna. Sem gefur til kynna hversu mikill breytileiki getur verið á litlum og afmörkuðum svæðum.

Tveimur árum eftir endurheimt sást að með því að hækka grunnvatnsstöðuna á þessum framræstu svæðum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt og sú minnkun var í samræmi við hversu mikið grunnvatnshæðin hækkaði. Vöktunin sýnir einnig mikilvægi þess að nýta allar gróðurtorfur á yfirborði, vegna þess að ekki er vitað fyrir fram hversu fljótt gróður nemur land í sárum og mun meiri fyrirhöfn er að grípa inn í á seinni stigum en að huga að þessum þáttum þegar endurheimt er framkvæmd.

Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að mikilvægt sé að fylgjast áfram með svæðunum til að meta langtímaárangurendurheimtarinnar.

Skylt efni: Landgræðsla

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...