Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Mynd / land.is
Fréttir 2. september 2022

Losun CO2 minnkar við endurheimt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landgræðslan sendi nýverið frá sér skýrslu um samstarfsverkefni sitt og Landsvirkjunar við endurheimt votlendis á tveimur jörðum, Sogni í Ölfusi og á Ytri- Hraundal á Mýrum.

Mælingar sýna marktæka minnkun í losum koltvísýrings við endurheimt votlendis.

Verkefnið skiptist í þrjá verkþætti, framkvæmd endur- heimtar og mismunandi verklag við framkvæmdir, vöktun breytinga á grunnvatnshæð og losun gróðurhúsalofttegunda eftir endurheimt og árangur mismunandi meðferða til að flýta fyrir landnámi votlendisgróðurs í sárum sem mynduðust við framkvæmdina.

Hækkun grunnvatnsstöðu dregur úr losun

Samkvæmt mælingum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt eftir endurheimt og í samræmi við hækkun á grunnvatnsstöðu en ekki var marktækur munur á losun metans fyrir og eftir endurheimt.

Mikill munur var á mæliþáttum á milli svæða og á milli vöktunarreita innan svæðanna. Sem gefur til kynna hversu mikill breytileiki getur verið á litlum og afmörkuðum svæðum.

Tveimur árum eftir endurheimt sást að með því að hækka grunnvatnsstöðuna á þessum framræstu svæðum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt og sú minnkun var í samræmi við hversu mikið grunnvatnshæðin hækkaði. Vöktunin sýnir einnig mikilvægi þess að nýta allar gróðurtorfur á yfirborði, vegna þess að ekki er vitað fyrir fram hversu fljótt gróður nemur land í sárum og mun meiri fyrirhöfn er að grípa inn í á seinni stigum en að huga að þessum þáttum þegar endurheimt er framkvæmd.

Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að mikilvægt sé að fylgjast áfram með svæðunum til að meta langtímaárangurendurheimtarinnar.

Skylt efni: Landgræðsla

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Mismunur bændum í óhag
5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Þjóðarréttur Íslendinga
4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Baldur Högni
4. desember 2024

Baldur Högni

Tildra
4. desember 2024

Tildra