Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Mynd / land.is
Fréttir 2. september 2022

Losun CO2 minnkar við endurheimt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landgræðslan sendi nýverið frá sér skýrslu um samstarfsverkefni sitt og Landsvirkjunar við endurheimt votlendis á tveimur jörðum, Sogni í Ölfusi og á Ytri- Hraundal á Mýrum.

Mælingar sýna marktæka minnkun í losum koltvísýrings við endurheimt votlendis.

Verkefnið skiptist í þrjá verkþætti, framkvæmd endur- heimtar og mismunandi verklag við framkvæmdir, vöktun breytinga á grunnvatnshæð og losun gróðurhúsalofttegunda eftir endurheimt og árangur mismunandi meðferða til að flýta fyrir landnámi votlendisgróðurs í sárum sem mynduðust við framkvæmdina.

Hækkun grunnvatnsstöðu dregur úr losun

Samkvæmt mælingum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt eftir endurheimt og í samræmi við hækkun á grunnvatnsstöðu en ekki var marktækur munur á losun metans fyrir og eftir endurheimt.

Mikill munur var á mæliþáttum á milli svæða og á milli vöktunarreita innan svæðanna. Sem gefur til kynna hversu mikill breytileiki getur verið á litlum og afmörkuðum svæðum.

Tveimur árum eftir endurheimt sást að með því að hækka grunnvatnsstöðuna á þessum framræstu svæðum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt og sú minnkun var í samræmi við hversu mikið grunnvatnshæðin hækkaði. Vöktunin sýnir einnig mikilvægi þess að nýta allar gróðurtorfur á yfirborði, vegna þess að ekki er vitað fyrir fram hversu fljótt gróður nemur land í sárum og mun meiri fyrirhöfn er að grípa inn í á seinni stigum en að huga að þessum þáttum þegar endurheimt er framkvæmd.

Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að mikilvægt sé að fylgjast áfram með svæðunum til að meta langtímaárangurendurheimtarinnar.

Skylt efni: Landgræðsla

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...