Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hlýnandi loftslag hefur bætt skilyrði til kornræktar.
Hlýnandi loftslag hefur bætt skilyrði til kornræktar.
Mynd / ÁL
Fréttir 23. október 2023

Loftslagsbreytingar hafa umtalsverð áhrif á Ísland

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fjórða matskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar var gefin út og kynnt þann 18. október.

Skýrsluhöfundar segja hana staðfesta að áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta á náttúrufar og lífsskilyrði hérlendis.

Áhrif má þegar sjá á afkomu jökla, vatnafari, lífríki á landi og aðstæðum í sjó. Veðurfar og náttúruaðstæður á Íslandi og hafinu í kring verða í lok aldarinnar án fordæma frá upphafi byggðar. Þá muni súrnun sjávar og hlýnun breyta umhverfisaðstæðum og útbreiðslusvæðum tegunda í hafi. Frá þessu er greint í ágripi skýrslunnar.

Þá muni loftslagsbreytingar hafa umtalsverð áhrif á uppbyggða innviði og atvinnuvegi, ásamt því að skapa áskoranir í geirum þar sem viðbrögð við hlýnun geti haft jákvæð áhrif í för með sér. Áhrif loftslagsbreytinga erlendis geti skapað kerfisáhættu á Íslandi, til dæmis með áhrifum á aðfangakeðjur, fæðuöryggi og lýðheilsu. Loftslagsbreytingar muni enn fremur hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðuleika og öryggi fjármálakerfisins. Aðlögun að og viðbrögð við loftslagsvandanum muni krefjast umbyltingar í neyslu, iðnaði og tækni.

Helstu ályktanir vísindanefndarinnar eru meðal annars þær að mikilvægt sé að draga sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðlagast þeim breytingum sem óumflýjanlegar eru. Þá sé regluleg vöktun og greining á náttúrufari, lífríki og samfélagi forsenda þess að hægt sé að fylgjast með þeim breytingum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Enn fremur þurfi fjármögnun loftslagsaðgerða og aðlögunar að vera trygg, ásamt því sem hvatar til samdráttar í losun þurfi að vera til staðar.

Ræktunarskilyrði hérlendis verða gjörbreytt í lok aldarinnar frá því sem nú er – jafnvel þó markmið Parísarsáttmálans um að halda hlýnun innan 2 °C náist. Jákvæðra áhrifa hefur gætt á kornrækt og raungerist hlýrri sviðsmyndir verði hægt að rækta korn til manneldis á nær öllu ræktarlandi. Þó geti hlýnun haft í för með sér aukna uppgufun og því þurfi meiri úrkomu til að viðhalda sama rakastigi í jarðvegi og áður. Vísindanefnd um loftslagsbreytingar er skipuð af ráðherra og er ætlað að kortleggja ástand þekkingar á loftslagsbreytingum og áhrifa þeirra á Íslandi.

Skylt efni: loftslagsbreytingar

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...