Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lífrænt land verði 10%
Fréttir 9. mars 2023

Lífrænt land verði 10%

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ráðgjafarfyrirtækið Environice hefur skilað tillögum til matvæla­ráðherra um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi. Lagt er til að stefnt verði að því að árið 2030 verði tíu prósent af landbúnaðarlandi á Íslandi orðið lífrænt vottað.

Árið 2020 var Ísland með næst­lægsta hlutfall af vottuðu landi á Evrópska efnahagssvæðinu, eða 0,3 prósent, en aðeins Grænland er neðar með núll prósent. Það ár var markaðshlutdeild þessara vara hæst í Danmörku af Evrópu­ sambandslöndunum, um 13 prósent, en engar tölur eru til um þessa hlutdeild á Íslandi. Í aðgerðaráætlun Environice kemur fram að ESB hafi sett markmið um að árið 2030 verði að minnsta kosti 25 prósent af öllu landbúnaðarlandi innan sambandsins komið með lífræna vottun. Þar kemur einnig fram að árið 2020 hafi 3,4 prósent af landbúnaðarlandi Evrópusambandsins verið komið með lífræna vottun og að í 15 löndum sambandsins var hlutfallið hærra en tíu prósent. Um aðgerðaráætlun er að ræða og eru tillögurnar ítarlegar, alls 31 talsins. Þeim er skipt niður í sjö efnisflokka þar sem hver og einn snýr að tilteknum hluta virðiskeðjunnar og innviðum framleiðslunnar.

Sjá nánar á bls. 44-45. í nýju Bændablaði sem kom út í morgun.

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...