Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lífrænt land verði 10%
Fréttir 9. mars 2023

Lífrænt land verði 10%

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ráðgjafarfyrirtækið Environice hefur skilað tillögum til matvæla­ráðherra um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi. Lagt er til að stefnt verði að því að árið 2030 verði tíu prósent af landbúnaðarlandi á Íslandi orðið lífrænt vottað.

Árið 2020 var Ísland með næst­lægsta hlutfall af vottuðu landi á Evrópska efnahagssvæðinu, eða 0,3 prósent, en aðeins Grænland er neðar með núll prósent. Það ár var markaðshlutdeild þessara vara hæst í Danmörku af Evrópu­ sambandslöndunum, um 13 prósent, en engar tölur eru til um þessa hlutdeild á Íslandi. Í aðgerðaráætlun Environice kemur fram að ESB hafi sett markmið um að árið 2030 verði að minnsta kosti 25 prósent af öllu landbúnaðarlandi innan sambandsins komið með lífræna vottun. Þar kemur einnig fram að árið 2020 hafi 3,4 prósent af landbúnaðarlandi Evrópusambandsins verið komið með lífræna vottun og að í 15 löndum sambandsins var hlutfallið hærra en tíu prósent. Um aðgerðaráætlun er að ræða og eru tillögurnar ítarlegar, alls 31 talsins. Þeim er skipt niður í sjö efnisflokka þar sem hver og einn snýr að tilteknum hluta virðiskeðjunnar og innviðum framleiðslunnar.

Sjá nánar á bls. 44-45. í nýju Bændablaði sem kom út í morgun.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...