Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
LavaConcept vill fá leyfi til efnistöku á sandi nálægt Vík í Mýrdal fyrir sandblástur.
LavaConcept vill fá leyfi til efnistöku á sandi nálægt Vík í Mýrdal fyrir sandblástur.
Mynd / Annie Spratt – Unsplash
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi vegna efnistöku á sandi úr Höfðafjöru á Kötlutanga.

Fjaran er 2,5 kílómetrum sunnan við Hjörleifshöfða og um 11 km austan við Vík. Samkvæmt framkvæmdaleyfisumsókninni er fyrirhugað að taka árlega um 50.000 tonn af sandi á ári næstu fimmtán árin.

Í umsögn frá Eflu um málið segir: „Tilgangur efnistökunnar er að afla jarðefnis, nánar til tekið sands, sem nýta á í sandblástur erlendis. LavaConcept Iceland hefur unnið að rannsóknum á sandinum í fjörunni austan Víkur í 11 ár frá árinu 2013 og hefur komið í ljós að sandurinn er með eiginleika sem gera það að verkum að hann er einkar hentugur í sandblástur, þ.e. harður og oddhvass eftir að búið er að harpa og brjóta hann niður í rétta stærð, en það er gert erlendis.“

Samkvæmt ákvörðun skipulags- og umhverfisráðs Mýrdalshrepps á fundi 16. ágúst sl. telur það sig ekki geta veitt leyfið að svo stöddu. Ástæðan sé sú að leyfi liggi ekki fyrir hjá hlutaðeigandi landeiganda fyrir umferð eða vegagerð um það land sem akstursleið er skilgreind samkvæmt umsókninni. Jafnframt þurfi að kanna afstöðu Vegagerðarinnar ef opna þarf nýja vegtengingu við þjóðveg 1.

Ráðið hefur því óskað eftir frekari upplýsingum, frá umsóknaraðila, áður en umsóknin verður tekin fyrir aftur. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur staðfest ákvörðun nefndarinnar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f