Leita að heitu vatni á Patreksfirði
Orkubú Vestfjarða hefur sótt um leyfi til að bora þrjár rannsóknarholur og eina vinnsluholu rétt utan þorpsins á Patreksfirði.
Niðurstöður borana sem lauk í apríl 2024 gefa tilefni til bjartsýni hvað varðar jarðhitanýtingu á Patreksfirði með varmadælum. Við dælupróf náðust þrettán lítrar á sekúndu af 26 gráðu heitu vatni. Í umsókn Orkubúsins segir að sækja þurfi meira magn af volgu vatni ef það á að nýtast inn á miðlæga varmadælu fyrir hitaveitu bæjarins. Lagt er til að vinnsluholan verði 300 metra djúp.