Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úkraínski landbúnaðarblaðamaðurinn Iurri Mykhailov
Úkraínski landbúnaðarblaðamaðurinn Iurri Mykhailov
Mynd / VH
Fréttir 21. júlí 2022

Landbúnaður í Úkraínu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úkraínski landbúnaðarblaða­maðurinn Iurri Mykhailov segir ástandið í heimalandi sínu einkennast af ringulreið og fullkominni óvissu.

Ræktarland í Úkraínu er eitt það besta í heimi og talið að í landinu sé að finna um 30% af allri svartri og bestu ræktunarmold heimsins, um 42 milljónir hektara. Landið er stundum kallað brauðkarfa Evrópu vegna mikillar kornræktar. Ræktun á korni og sólblómum er stórtæk í landinu og flestir akrar á stærðarbilinu tíu þúsund til hundrað þúsund hektarar og umfangið því gríðarlegt.

Mykhailov segir að ef horft sé til áhrifa stríðsins á landbúnað þá sitji þjóðin uppi með rúmlega 20 milljón tonn af korni af uppskeru síðasta árs sem ætluð var til útflutnings. Uppskera korns þessa árs er hafin og búist er við að hún verði yfir meðallagi og einhvers staðar á bilinu 60 til 70 milljón tonn.

„Geymslugeta í landinu er ekki næg til að taka á móti öllu því magni til viðbótar við þau 20 milljón tonn sem fyrir eru. Ástandið er því þannig að Úkraínumenn vita ekki hvað þeir eiga að gera við uppskeruna á meðan ekki er hægt að flytja hana úr landi,“ segir Mykhailov.

Sjá nánar á bls 20 - 21. í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.