Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Heyskapur á Presthólum í Núpasveit árið 2006. Bændasamtökin eru mótfallin
því að kílómetragjald verði lagt á landbúnaðartæki og dráttarvélar.
Heyskapur á Presthólum í Núpasveit árið 2006. Bændasamtökin eru mótfallin því að kílómetragjald verði lagt á landbúnaðartæki og dráttarvélar.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði verði undanþegnir kílómetragjaldi í umsögn um frumvarp til laga um kílómetragjald.

Samtökin eru gagnrýnin á að dráttarvélar og eftirvagnar sem eru meira en 3.500 kílógrömm að leyfðri heildarþyngd, séu meðal þeirra ökutækja sem eru tilgreind sem gjaldskyld í frumvarpinu. Í sömu grein eru bifreiðar og bifhjól.

Í umsögn Bændasamtakanna segir: „Hagfelldast væri að fella dráttarvélar og eftirvagna, sem notuð eru í landbúnaðarstörfum, undir hugtakið „landbúnaðartæki“. Slíkt væri til einföldunar.“ Samtökin leggja til að landbúnaðartæki verði talin upp í þeirri grein þar sem tekin eru fram þau ökutæki sem eru undanþegin gjaldskyldu.

Bændasamtökin vilja benda sérstaklega á að heyvinnuvélar, eins og rúllubindivélar og heyhleðsluvagnar, eru yfir 3.500 kílógrömm að leyfilegri heildarþyngd. Samkvæmt frumvarpinu ætti kílómetragjaldið að falla á þau tæki þegar þeim er ekið milli staða á opinberum vegum.

Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að hækka kolefnisgjald á bensín og dísilolíu til þess að hvetja aðila til að velja ökutæki sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum. Bændasamtökin benda á að þess sé enn langt að bíða að dráttarvélar sem ganga fyrir grænni orku verði raunhæfur kostur eins og þær sem ganga fyrir dísilolíu. 

Skylt efni: kílómetragjald

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.