Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Heyskapur á Presthólum í Núpasveit árið 2006. Bændasamtökin eru mótfallin
því að kílómetragjald verði lagt á landbúnaðartæki og dráttarvélar.
Heyskapur á Presthólum í Núpasveit árið 2006. Bændasamtökin eru mótfallin því að kílómetragjald verði lagt á landbúnaðartæki og dráttarvélar.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði verði undanþegnir kílómetragjaldi í umsögn um frumvarp til laga um kílómetragjald.

Samtökin eru gagnrýnin á að dráttarvélar og eftirvagnar sem eru meira en 3.500 kílógrömm að leyfðri heildarþyngd, séu meðal þeirra ökutækja sem eru tilgreind sem gjaldskyld í frumvarpinu. Í sömu grein eru bifreiðar og bifhjól.

Í umsögn Bændasamtakanna segir: „Hagfelldast væri að fella dráttarvélar og eftirvagna, sem notuð eru í landbúnaðarstörfum, undir hugtakið „landbúnaðartæki“. Slíkt væri til einföldunar.“ Samtökin leggja til að landbúnaðartæki verði talin upp í þeirri grein þar sem tekin eru fram þau ökutæki sem eru undanþegin gjaldskyldu.

Bændasamtökin vilja benda sérstaklega á að heyvinnuvélar, eins og rúllubindivélar og heyhleðsluvagnar, eru yfir 3.500 kílógrömm að leyfilegri heildarþyngd. Samkvæmt frumvarpinu ætti kílómetragjaldið að falla á þau tæki þegar þeim er ekið milli staða á opinberum vegum.

Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að hækka kolefnisgjald á bensín og dísilolíu til þess að hvetja aðila til að velja ökutæki sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum. Bændasamtökin benda á að þess sé enn langt að bíða að dráttarvélar sem ganga fyrir grænni orku verði raunhæfur kostur eins og þær sem ganga fyrir dísilolíu. 

Skylt efni: kílómetragjald

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...