Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Landbúnaðarsýningin „Íslenskur landbúnaður 2018“ verður haldin í nýju Laugardalshöllinni 12.–14. október á næsta ári. Sala sýningarpláss mun hefjast á næstu dögum.
Landbúnaðarsýningin „Íslenskur landbúnaður 2018“ verður haldin í nýju Laugardalshöllinni 12.–14. október á næsta ári. Sala sýningarpláss mun hefjast á næstu dögum.
Mynd / ISH
Fréttir 20. nóvember 2017

Landbúnaðarsýning verður haldin í Laugardalshöllinni haustið 2018

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Stór og vegleg landbúnaðarsýning verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík á dagana 12.–14. október 2018. Ár og dagar eru síðan áþekk sýning var haldin í höfuðborginni en það er fyrirtækið Ritsýn sf. sem heldur utan um viðburðinn. Markmið sýningarinnar er að kynna íslenskan landbúnað og leiða saman fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í atvinnugreininni. 
 
Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri segir að í uppsiglingu sé glæsileg landbúnaðarsýning á besta stað sem mun styrkja ímynd íslensks landbúnaðar.
Ólafur M. Jóhannesson hjá Ritsýn er framkvæmdastjóri „Íslensks landbúnaðar 2018“ en hann hefur haldið fjölmargar sýningar í gegnum tíðina, meðal annars Sjávarútvegssýninguna 2016 og síðast Stóreldhúsið 2017 þar sem fagaðilar í veitingageiranum báru saman bækur sínar. Ólafur hefur metnaðarfullar áætlanir en hann hefur á síðustu mánuðum rætt við fjölda fyrirtækja og hagsmunaaðila innan landbúnaðarins. 
 
„Sýningin verður að uppistöðu kynning á sölu- og þjónustuaðilum landbúnaðargeirans en líka blanda af fræðslu og fyrirlestrum um greinina,“ segir Ólafur sem er þessa dagana ásamt samstarfsfólki sínu að hefja sölu á sýningarplássi í Laugardalshöllinni, bæði inni og á útisvæði. Að sögn Ólafs eru viðtökurnar góðar og ekki við öðru að búast en að sýningin verði myndarleg.
 
„Markmið sýningarinnar er meðal annars að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar og hreinleika matvælaframleiðslunnar. Að kynna fyrir bændum og öðrum gestum tæki og tól til landbúnaðar og hvers kyns rekstrarvörur og aðrar vörur sem til þarf,“ segir Ólafur. 
 
Öllum félagsmönnum BÍ boðið á sýninguna
 
Landbúnaðarsýningin verður öllum opin og gert er ráð fyrir að þúsundir gesta láti sjá sig. „Við munum senda prentaða boðsmiða til allra félagsmanna Bændasamtakanna, en við höfum gert samkomulag við Bændablaðið um samstarf. Sýnendur fá einnig frímiða svo þeir geti boðið sínum viðskiptavinum á staðinn. Þannig næst afar góð markaðssetning beint til réttra aðila innan landbúnaðarins. Almenningi gefst einnig tækifæri á að heimsækja sýninguna gegn vægu gjaldi,“ segir Ólafur.
 
Sérhannað sýningarhúsnæði
 
Dagskrá sýningarinnar er í mótun en fyrirlestradagskrá og aðrar uppákomur verða kynntar þegar nær dregur. Bændablaðið mun gefa út sýningarblað og senda til allra bænda landsins og annarra áskrifenda í aðdraganda sýningarinnar.
 
Að sögn Ólafs er Laugar­dalshöllin eina sérhannaða sýningarhúsnæðið fyrir stærri sýningar á Íslandi með þægilegu aðgengi fyrir gesti. Áhugasamir þátttakendur geta haft samband í netfangið olafur@ritsyn.is eða í síma 587-7826 eða Ingu í síma 898-8022 eða netfangið inga@athygli.is.
 
Á árum áður voru haldnar glæsilegar landbúnaðarsýningar í Laugardalshöllinni. Fræg er sýningin frá 1968 sem var vel sótt af borgarbúum og bændum. Á næsta ári verða 50 ár frá þeirri sýningu. Mynd / Agnar Guðnason
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...