Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bjarni Guðmundsson og Kristinn Hugason takast í hendur við undirritun á samþykktum um náið samstarf Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal. Undirritunin fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.
Bjarni Guðmundsson og Kristinn Hugason takast í hendur við undirritun á samþykktum um náið samstarf Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal. Undirritunin fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.
Fréttir 22. desember 2015

Landbúnaðarsafnið og Sögusetur íslenska hestsins undirrituðu samstarfssamning

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, og Kristinn Hugason, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal, undirrituðu í Bændahöllinni á mánudag samþykkt um náið samstarf stofnananna.

Felur samningurinn í sér að hvers konar verkefnum sem upp kunna að að koma til þess aðilans sem betur hentar hverju sinni. Er þetta gert til að forðast tvíverknað og hvers kyns skörun í þeim verkefnum sem Landbúnaðarsafnið og Sögusetrið takast á hendur. 

Einnig felur þetta samkomulag í sér virkt samstarf um söfnun og vörslu hvers konar gagna og muna og koma því fyrir hjá þeim aðilanum sem betur hentar. Það á m.a. við um verkefni og möguleika á hentugri og fullnægjandi vörslu.

Þá er gert ráð fyrir samstarfi um útgáfumál og gagnkvæmri miðlun upplýsinga. Með þessu samkomulagi hyggjast menn bæta vinnubrögð við hvers konar þekkingaröflun á landbúnaðarsögu Íslands og sögu vegferðar íslenska hestsins með þjóðinni og tryggja þannig stöðu beggja þátta til framtíðar. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...