Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bjarni Guðmundsson og Kristinn Hugason takast í hendur við undirritun á samþykktum um náið samstarf Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal. Undirritunin fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.
Bjarni Guðmundsson og Kristinn Hugason takast í hendur við undirritun á samþykktum um náið samstarf Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal. Undirritunin fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.
Fréttir 22. desember 2015

Landbúnaðarsafnið og Sögusetur íslenska hestsins undirrituðu samstarfssamning

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, og Kristinn Hugason, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal, undirrituðu í Bændahöllinni á mánudag samþykkt um náið samstarf stofnananna.

Felur samningurinn í sér að hvers konar verkefnum sem upp kunna að að koma til þess aðilans sem betur hentar hverju sinni. Er þetta gert til að forðast tvíverknað og hvers kyns skörun í þeim verkefnum sem Landbúnaðarsafnið og Sögusetrið takast á hendur. 

Einnig felur þetta samkomulag í sér virkt samstarf um söfnun og vörslu hvers konar gagna og muna og koma því fyrir hjá þeim aðilanum sem betur hentar. Það á m.a. við um verkefni og möguleika á hentugri og fullnægjandi vörslu.

Þá er gert ráð fyrir samstarfi um útgáfumál og gagnkvæmri miðlun upplýsinga. Með þessu samkomulagi hyggjast menn bæta vinnubrögð við hvers konar þekkingaröflun á landbúnaðarsögu Íslands og sögu vegferðar íslenska hestsins með þjóðinni og tryggja þannig stöðu beggja þátta til framtíðar. 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...