Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bjarni Guðmundsson og Kristinn Hugason takast í hendur við undirritun á samþykktum um náið samstarf Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal. Undirritunin fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.
Bjarni Guðmundsson og Kristinn Hugason takast í hendur við undirritun á samþykktum um náið samstarf Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal. Undirritunin fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.
Fréttir 22. desember 2015

Landbúnaðarsafnið og Sögusetur íslenska hestsins undirrituðu samstarfssamning

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, og Kristinn Hugason, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal, undirrituðu í Bændahöllinni á mánudag samþykkt um náið samstarf stofnananna.

Felur samningurinn í sér að hvers konar verkefnum sem upp kunna að að koma til þess aðilans sem betur hentar hverju sinni. Er þetta gert til að forðast tvíverknað og hvers kyns skörun í þeim verkefnum sem Landbúnaðarsafnið og Sögusetrið takast á hendur. 

Einnig felur þetta samkomulag í sér virkt samstarf um söfnun og vörslu hvers konar gagna og muna og koma því fyrir hjá þeim aðilanum sem betur hentar. Það á m.a. við um verkefni og möguleika á hentugri og fullnægjandi vörslu.

Þá er gert ráð fyrir samstarfi um útgáfumál og gagnkvæmri miðlun upplýsinga. Með þessu samkomulagi hyggjast menn bæta vinnubrögð við hvers konar þekkingaröflun á landbúnaðarsögu Íslands og sögu vegferðar íslenska hestsins með þjóðinni og tryggja þannig stöðu beggja þátta til framtíðar. 

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.