Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð í dvala, en gögn hans verða þó áfram vistuð hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) verði áhugi á að taka upp þráðinn síðar.

Landbúnaðarklasinn var stofnaður í júní árið 2014 í þeim tilgangi að tengja saman þá aðila sem vinna í landbúnaði og matvælaframleiðslu, auk þess að stuðla að aukinni arðsemi og nýsköpun innan greinarinnar.

Fjármunir renna til smáframleiðenda

Finnbogi Magnússon var formaður frá 2018. Hann segir að á undanförnum misserum hafi mál þróast þannig að stóru bakhjarlar Landbúnaðarklasans hafi á síðasta ári einbeitt sér að stofnun Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). „Bæði BÍ og SAFL eru með á sinni stefnuskrá að efla nýsköpun og aðra svipaða starfsemi sem Landbúnaðarklasinn hefur mikið til snúist um.

Það er nú eiginlega ástæðan fyrir því að ekki var lengur áhugi á að halda þessu áfram.

Á fundinum var ákveðið að láta þá fjármuni sem eftir voru í félaginu renna til Samtaka smáframleiðenda matvæla, eða alls tæpar 1,4 milljónir króna,“ segir Finnbogi.

Til sjávar og sveita

Landbúnaðarklasinn var með samning við Sjávarklasann og Matarauð Íslands um að frumkvöðlum Landbúnaðarklasans væri veitt aðstaða í frumkvöðlasetri Sjávarklasans. Þá stóð Landbúnaðarklasinn að rekstri viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita í samstarfi við nokkra aðila. Síðustu stjórn Landbúnaðarklasans skipuðu þau Finnbogi Magnússon formaður, Freyja Þorvaldar, bóndi á Grímarsstöðum og gjaldkeri, Höskuldur Sæmundsson, Bænda­ samtökum Íslands, Bjarni Ragnar Brynjólfsson, Mjólkursamsölunni og Karvel L. Karvelsson frá Ráðgjafar­miðstöð Landbúnaðarins

Skylt efni: Landbúnaðarklasinn

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...