Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð í dvala, en gögn hans verða þó áfram vistuð hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) verði áhugi á að taka upp þráðinn síðar.

Landbúnaðarklasinn var stofnaður í júní árið 2014 í þeim tilgangi að tengja saman þá aðila sem vinna í landbúnaði og matvælaframleiðslu, auk þess að stuðla að aukinni arðsemi og nýsköpun innan greinarinnar.

Fjármunir renna til smáframleiðenda

Finnbogi Magnússon var formaður frá 2018. Hann segir að á undanförnum misserum hafi mál þróast þannig að stóru bakhjarlar Landbúnaðarklasans hafi á síðasta ári einbeitt sér að stofnun Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). „Bæði BÍ og SAFL eru með á sinni stefnuskrá að efla nýsköpun og aðra svipaða starfsemi sem Landbúnaðarklasinn hefur mikið til snúist um.

Það er nú eiginlega ástæðan fyrir því að ekki var lengur áhugi á að halda þessu áfram.

Á fundinum var ákveðið að láta þá fjármuni sem eftir voru í félaginu renna til Samtaka smáframleiðenda matvæla, eða alls tæpar 1,4 milljónir króna,“ segir Finnbogi.

Til sjávar og sveita

Landbúnaðarklasinn var með samning við Sjávarklasann og Matarauð Íslands um að frumkvöðlum Landbúnaðarklasans væri veitt aðstaða í frumkvöðlasetri Sjávarklasans. Þá stóð Landbúnaðarklasinn að rekstri viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita í samstarfi við nokkra aðila. Síðustu stjórn Landbúnaðarklasans skipuðu þau Finnbogi Magnússon formaður, Freyja Þorvaldar, bóndi á Grímarsstöðum og gjaldkeri, Höskuldur Sæmundsson, Bænda­ samtökum Íslands, Bjarni Ragnar Brynjólfsson, Mjólkursamsölunni og Karvel L. Karvelsson frá Ráðgjafar­miðstöð Landbúnaðarins

Skylt efni: Landbúnaðarklasinn

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...