Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Hér er mjólk dælt úr tanki á kúabúi yfir í mjólkurbíl áður en hún fer til frekari vinnslu.
Hér er mjólk dælt úr tanki á kúabúi yfir í mjólkurbíl áður en hún fer til frekari vinnslu.
Mynd / ál
Fréttir 17. september 2025

Lágmarksverð mjólkur hækkað

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða. Breytingarnar hafa þegar tekið gildi.

Lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkar um 1,15 prósent úr 139,53 krónum á lítrann í 141,13 krónur á lítrann. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 1,33 prósent. Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í mars 2025. Verðlagsgrundvöllur kúabús hækkar um 1,15 prósent frá mars til júní 2025.

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar um sem nemur veginni kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnsluog dreifingarkostnaðar. Vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkar um 1,55 prósent. Verðbreytingar byggja á kostnaðarbreytingum frá mars til júní 2025 en á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 1,99 prósent. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.