Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kýrin Snúlla með kálfana sína tvo.
Kýrin Snúlla með kálfana sína tvo.
Mynd / Karen Ósk Guðmundsdóttir
Fréttir 14. ágúst 2020

Kýrin Snúlla hefur tvisvar borið tvíkelfingum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bændablaðinu barst mynd af frjósamri kú, Snúllu, á bænum Auð­kúlu 1 í Húnavatnshreppi. Hún bar sínum fyrsta kálfi 25. júní 2018 og eignaðist svo tvíkelfing 9. júní 2019,  naut og kvígu. Svo bar við að Snúlla bar tvíkelfingum á ný 27. júní síðastliðinn, aftur kvígu og nauti. Faðirinn er enginn annar en heima­nautið Kölski.
 
Fjögurra manna fjölskylda býr á Auðkúlu 1, bændurnir Ásgeir Ósmann Valdemarsson og Karen Ósk Guðmundsdóttir og börnin þeirra, Emil Jóhann og Dagbjört Ósk. Svo eru Tara og Kristal heimilishundarnir og Tumi kötturinn á bænum.  
 
„Við erum með holdanautaræktun og u.þ.b. 85 kýr sem bera. Um 110 kýr munu bera hjá okkur á næsta ári. Síðan höfum við nokkur hross okkur til skemmtunar,“ segir Karen Ósk, ánægð með sveitalífið og tvíkelfingana hjá Snúllu. Hún segir Snúllu mjög góða móður sem hugsi vel um kálfana sína sem munu ganga undir henni fram á haust.
 

Skylt efni: Auðkúla 1

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...