Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kýrin Snúlla með kálfana sína tvo.
Kýrin Snúlla með kálfana sína tvo.
Mynd / Karen Ósk Guðmundsdóttir
Fréttir 14. ágúst 2020

Kýrin Snúlla hefur tvisvar borið tvíkelfingum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bændablaðinu barst mynd af frjósamri kú, Snúllu, á bænum Auð­kúlu 1 í Húnavatnshreppi. Hún bar sínum fyrsta kálfi 25. júní 2018 og eignaðist svo tvíkelfing 9. júní 2019,  naut og kvígu. Svo bar við að Snúlla bar tvíkelfingum á ný 27. júní síðastliðinn, aftur kvígu og nauti. Faðirinn er enginn annar en heima­nautið Kölski.
 
Fjögurra manna fjölskylda býr á Auðkúlu 1, bændurnir Ásgeir Ósmann Valdemarsson og Karen Ósk Guðmundsdóttir og börnin þeirra, Emil Jóhann og Dagbjört Ósk. Svo eru Tara og Kristal heimilishundarnir og Tumi kötturinn á bænum.  
 
„Við erum með holdanautaræktun og u.þ.b. 85 kýr sem bera. Um 110 kýr munu bera hjá okkur á næsta ári. Síðan höfum við nokkur hross okkur til skemmtunar,“ segir Karen Ósk, ánægð með sveitalífið og tvíkelfingana hjá Snúllu. Hún segir Snúllu mjög góða móður sem hugsi vel um kálfana sína sem munu ganga undir henni fram á haust.
 

Skylt efni: Auðkúla 1

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...