Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Kvíaból í Köldukinn er ákaflega vel upp byggt bú, byggingar reisulegar, skipulega raðað og snyrtimennska og mikill myndarbragur viðhafður í hvívetna.
Kvíaból í Köldukinn er ákaflega vel upp byggt bú, byggingar reisulegar, skipulega raðað og snyrtimennska og mikill myndarbragur viðhafður í hvívetna.
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildarfundi NautBÍ.

Á Kvíabóli búa þau Haukur Marteinsson og Ingiríður Hauksdóttir og stunda þar mjólkurframleiðslu ásamt framleiðslu nautakjöts auk gras- og kornræktar.

Í rökstuðningi með viðurkenningunni kemur fram að árangur búsins hafi vakið eftirtekt, kýrnar mjólki með miklum ágætum og meðalnyt hafi verið yfir 7 þús. kg undanfarin ár, eða vel yfir meðaltali landsins.

„Árangur í framleiðslu nautakjöts hefur ekki verið síðri en þar hefur búið skipað sér í fremstu röð þrátt fyrir að framleiðslan byggi einkum á alíslenskum gripum. Sem dæmi eru 97 gripir sem fargað hefur verið á síðustu 12 mánuðum með ríflega 290 kg fallþunga við 590 daga aldur sem er fyllilega sambærilegt við árangur búa sem byggja sína framleiðslu á holdablendingum,“ sagði Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda, þegar hann veitti þeim Hauki og Ingiríði viðurkenninguna.

Hægt verður að fylgjast með búskapnum á Kvíabóli á Instagram Bændablaðsins næstu daga en viðtal við Ingiríði og Hauk má nálgast HÉR.

Ingiríður Hauksdóttir og Haukur Marteinsson veittu viðurkenningunni viðtöku. Mynd / ghp

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.