Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kvíaból í Köldukinn er ákaflega vel upp byggt bú, byggingar reisulegar, skipulega raðað og snyrtimennska og mikill myndarbragur viðhafður í hvívetna.
Kvíaból í Köldukinn er ákaflega vel upp byggt bú, byggingar reisulegar, skipulega raðað og snyrtimennska og mikill myndarbragur viðhafður í hvívetna.
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildarfundi NautBÍ.

Á Kvíabóli búa þau Haukur Marteinsson og Ingiríður Hauksdóttir og stunda þar mjólkurframleiðslu ásamt framleiðslu nautakjöts auk gras- og kornræktar.

Í rökstuðningi með viðurkenningunni kemur fram að árangur búsins hafi vakið eftirtekt, kýrnar mjólki með miklum ágætum og meðalnyt hafi verið yfir 7 þús. kg undanfarin ár, eða vel yfir meðaltali landsins.

„Árangur í framleiðslu nautakjöts hefur ekki verið síðri en þar hefur búið skipað sér í fremstu röð þrátt fyrir að framleiðslan byggi einkum á alíslenskum gripum. Sem dæmi eru 97 gripir sem fargað hefur verið á síðustu 12 mánuðum með ríflega 290 kg fallþunga við 590 daga aldur sem er fyllilega sambærilegt við árangur búa sem byggja sína framleiðslu á holdablendingum,“ sagði Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda, þegar hann veitti þeim Hauki og Ingiríði viðurkenninguna.

Hægt verður að fylgjast með búskapnum á Kvíabóli á Instagram Bændablaðsins næstu daga en viðtal við Ingiríði og Hauk má nálgast HÉR.

Ingiríður Hauksdóttir og Haukur Marteinsson veittu viðurkenningunni viðtöku. Mynd / ghp

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...