Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kúabændurnir Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöll­um í Aðaldal hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk 24 sinnum.
Kúabændurnir Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöll­um í Aðaldal hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk 24 sinnum.
Mynd / 641.is
Fréttir 27. apríl 2016

Kúabændur á Búvöllum í Aðaldal marg­verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kúabændurnir Hulda Kristjáns­dóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðs­son á Búvöllum í Aðaldal fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk á deildarfundi MS sem haldinn var í Sveinbjarnargerði nú nýlega ásamt 26 öðrum kúabændum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu.
 
Hulda og Sveinbjörn hafa framleitt úrvalsmjólk síðastliðin 24 ár að einu undanskildu, að því er fram kemur á vefnum 641.is. 
 
Mest verðlaunaða búið á svæðinu 
 
Ekkert annað kúabú í Þingeyjarsýslu eða Eyjafirði hefur fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk svona oft þannig að um er að ræða met í Norðausturdeild og jafnvel Íslandsmet þó ekki hafi það fengist staðfest. Á Búvöllum í Aðaldal eru um 40 mjólkandi kýr. 
 
Hulda og Sveinbjörn fengu fyrst verðlaun fyrir úrvalsmjólk árið 1992 en þá lögðu þau mjólk inn hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga. MSKÞ byrjaði að verðlauna þingeyska kúabændur fyrir úrvalsmjólk fyrst árið 1989 og Mjólkursamlag KEA á Akureyri hóf sams konar verðlaunaveitingar árið 1991. Kröfur til úrvalsmjólkur voru svipaðar á báðum stöðum á þeim tíma. 
 
Samlögin sameinuð um aldamótin
 
Mjólkursamlögin voru sameinuð um aldamót í félagið Norðurmjólk á Akureyri og þá teknar upp sömu kröfur til úrvalsmjólkur og giltu á landinu öllu. Þær voru svo hertar og teknar upp aukagreiðslur til þeirra sem framleiddu úrvalsmjólk. Bændum sem halda sig innan þeirra marka sem kröfur gera til úrvalsmjólkur hefur fækkað eftir að reglur voru hertar.
 
Hátt hlutfall úrvalsbænda
 
Hlutfall kúabænda sem fengið hafa verðlaun fyrir úrvalsmjólk hefur alltaf verið mjög hátt í Norðausturdeild og þá sérstaklega í Þingeyjarsýslu að því er fram kemur á vefnum. Eitt árið voru verðlaunahafar yfir 70 talsins í deildinni. Margir framleiðendur sem fengu verðlaunin ár eftir ár hafa hætt framleiðslu, m.a. vegna aldurs.
 
Tvö önnur kúabú í Norðaustur­deild eru ekki langt á eftir þeim Huldu og Sveinbirni í samanlögðum árafjölda varðandi úrvalsmjólk, en Engihlíð í Þingeyjarsveit og Klauf í Eyjafjarðarsveit hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk í um 20 ár. 

Skylt efni: úrvalsmjólk | Búvellir

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...