Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kristinn Hugason ráðinn forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins
Fréttir 13. október 2015

Kristinn Hugason ráðinn forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins hefur ráðið Kristin Hugason sem forstöðumann setursins. 
 
Kristinn er með M.Sc-próf í búfjárkynbótafræði og MA-próf í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu, hann er gerkunnugur innan íslenska hestaheimsins í gegnum störf sín, m.a. sem landsráðunautur BÍ í hrossarækt. 
 
Kristinn Hugason.
Meginverkefni Kristins fyrst í stað verða að vinna að framtíðarstefnumótun fyrir Sögusetrið í samstarfi við stjórn þess, afla styrkja til að tryggja rekstur setursins til framtíðar, hvoru tveggja til verkefnavinnu og uppsetningu sýninga til að kynna og efla þekkingargrunninn um sögu íslenska hestsins og samfylgd hans með þjóðinni frá örófi alda. Sérstök áhersluverkefni verða að undirbúa aðkomu setursins að landsmóti hestamanna á Hólum 2016 og vinna við greiningu og flokkun á ljósmyndasafni setursins sem er mikið að vöxtum og þarf að koma í varanlega geymslu. 
Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...