Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Krafa Stjörnugríss að mestu samþykkt
Fréttir 6. janúar 2016

Krafa Stjörnugríss að mestu samþykkt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í morgun var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn ríkinu vegna álagningar búnaðargjalds.

Í niðurstöðu dómsins er fallist á kröfur Stjörnugríss að mestu leyti. Samkvæmt dómnum er ráðstöfun búnaðargjalds til Bændasamtakanna, búnaðarsambanda og búgreinafélaga í tilviki Stjörnugríss ekki talin standast lög en ráðstöfun þess hluta sem rennur til Bjargráðasjóðs er hinsvegar talin standast.

Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segist hafa beðið lögfræðing BÍ að fara nánar yfir dóminn og taka saman helstu atriði hans.

„Búast má við því að málinu verði áfrýjað en það er í valdi atvinnuvegaráðuneytisins að ákveða slíkt eftir því sem embætti ríkislögmanns tjáir mér,“ segir Sigurður. Frestur til þess er þrír mánuðir.

Skoða má dóminn í heild í dómasafni Héraðsdóms.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.