Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Krafa Stjörnugríss að mestu samþykkt
Fréttir 6. janúar 2016

Krafa Stjörnugríss að mestu samþykkt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í morgun var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn ríkinu vegna álagningar búnaðargjalds.

Í niðurstöðu dómsins er fallist á kröfur Stjörnugríss að mestu leyti. Samkvæmt dómnum er ráðstöfun búnaðargjalds til Bændasamtakanna, búnaðarsambanda og búgreinafélaga í tilviki Stjörnugríss ekki talin standast lög en ráðstöfun þess hluta sem rennur til Bjargráðasjóðs er hinsvegar talin standast.

Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segist hafa beðið lögfræðing BÍ að fara nánar yfir dóminn og taka saman helstu atriði hans.

„Búast má við því að málinu verði áfrýjað en það er í valdi atvinnuvegaráðuneytisins að ákveða slíkt eftir því sem embætti ríkislögmanns tjáir mér,“ segir Sigurður. Frestur til þess er þrír mánuðir.

Skoða má dóminn í heild í dómasafni Héraðsdóms.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...