Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Krafa Stjörnugríss að mestu samþykkt
Fréttir 6. janúar 2016

Krafa Stjörnugríss að mestu samþykkt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í morgun var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn ríkinu vegna álagningar búnaðargjalds.

Í niðurstöðu dómsins er fallist á kröfur Stjörnugríss að mestu leyti. Samkvæmt dómnum er ráðstöfun búnaðargjalds til Bændasamtakanna, búnaðarsambanda og búgreinafélaga í tilviki Stjörnugríss ekki talin standast lög en ráðstöfun þess hluta sem rennur til Bjargráðasjóðs er hinsvegar talin standast.

Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segist hafa beðið lögfræðing BÍ að fara nánar yfir dóminn og taka saman helstu atriði hans.

„Búast má við því að málinu verði áfrýjað en það er í valdi atvinnuvegaráðuneytisins að ákveða slíkt eftir því sem embætti ríkislögmanns tjáir mér,“ segir Sigurður. Frestur til þess er þrír mánuðir.

Skoða má dóminn í heild í dómasafni Héraðsdóms.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...