Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hunkubakkar
Hunkubakkar
Mynd / HKr
Fréttir 8. febrúar 2021

Kortlagning óbyggðra víðerna fest í náttúruverndarlög

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþingi samþykkti í vikunni frumvarp - og auðlindaráðherra um breytingu á náttúruverndarlögum. Mælt var fyrir frumvarpinu í nóvember á síðasta ári.

Lögin heimila ráðherra að setja reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna, en slík kortlagning á að vera til upplýsinga fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun. Drög að greiningu víðerna á hálendinu liggja þegar fyrir og rétt þykir að kortleggja með sama hætti óbyggð víðerni annars staðar á landinu. Með því verður til  heildstætt yfirlit yfir óbyggð víðerni á Íslandi, sem mun auðvelda alla vinnu við skipulagslegar ákvarðanir sveitarstjórna, svo sem gerð og breytingu á skipulagsáætlunum sveitarfélaga, gerð vegaskrár og ákvarðanir um landnotkun.

Lögunum er enn fremur ætlað að stytta kynningartíma áforma um friðlýsingu og umsagnartíma um drög að friðlýsingarskilmálum til þess að gera friðlýsingarferlið skilvirkara.

Þá er í lögunum kveðið á um að undanþáguheimild frá ákvæðum frið­lýs­­­inga verði færð frá ráðherra til Umhverfisstofnunar sem og heimild til að veita undanþágu við banni við akstri utan vega. Með því að færa ákvarðanir um undanþágur frá ráðherra til stofnunarinnar er tryggt að hægt verði að fá ákvörðunina endurskoðaða á stjórnsýslustigi eins og kveðið er á um í Árósasamningnum.   

Lög um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013

Skylt efni: lög | Umhverfismál

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...