Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hunkubakkar
Hunkubakkar
Mynd / HKr
Fréttir 8. febrúar 2021

Kortlagning óbyggðra víðerna fest í náttúruverndarlög

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþingi samþykkti í vikunni frumvarp - og auðlindaráðherra um breytingu á náttúruverndarlögum. Mælt var fyrir frumvarpinu í nóvember á síðasta ári.

Lögin heimila ráðherra að setja reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna, en slík kortlagning á að vera til upplýsinga fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun. Drög að greiningu víðerna á hálendinu liggja þegar fyrir og rétt þykir að kortleggja með sama hætti óbyggð víðerni annars staðar á landinu. Með því verður til  heildstætt yfirlit yfir óbyggð víðerni á Íslandi, sem mun auðvelda alla vinnu við skipulagslegar ákvarðanir sveitarstjórna, svo sem gerð og breytingu á skipulagsáætlunum sveitarfélaga, gerð vegaskrár og ákvarðanir um landnotkun.

Lögunum er enn fremur ætlað að stytta kynningartíma áforma um friðlýsingu og umsagnartíma um drög að friðlýsingarskilmálum til þess að gera friðlýsingarferlið skilvirkara.

Þá er í lögunum kveðið á um að undanþáguheimild frá ákvæðum frið­lýs­­­inga verði færð frá ráðherra til Umhverfisstofnunar sem og heimild til að veita undanþágu við banni við akstri utan vega. Með því að færa ákvarðanir um undanþágur frá ráðherra til stofnunarinnar er tryggt að hægt verði að fá ákvörðunina endurskoðaða á stjórnsýslustigi eins og kveðið er á um í Árósasamningnum.   

Lög um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013

Skylt efni: lög | Umhverfismál

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...