Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hunkubakkar
Hunkubakkar
Mynd / HKr
Fréttir 8. febrúar 2021

Kortlagning óbyggðra víðerna fest í náttúruverndarlög

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþingi samþykkti í vikunni frumvarp - og auðlindaráðherra um breytingu á náttúruverndarlögum. Mælt var fyrir frumvarpinu í nóvember á síðasta ári.

Lögin heimila ráðherra að setja reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna, en slík kortlagning á að vera til upplýsinga fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun. Drög að greiningu víðerna á hálendinu liggja þegar fyrir og rétt þykir að kortleggja með sama hætti óbyggð víðerni annars staðar á landinu. Með því verður til  heildstætt yfirlit yfir óbyggð víðerni á Íslandi, sem mun auðvelda alla vinnu við skipulagslegar ákvarðanir sveitarstjórna, svo sem gerð og breytingu á skipulagsáætlunum sveitarfélaga, gerð vegaskrár og ákvarðanir um landnotkun.

Lögunum er enn fremur ætlað að stytta kynningartíma áforma um friðlýsingu og umsagnartíma um drög að friðlýsingarskilmálum til þess að gera friðlýsingarferlið skilvirkara.

Þá er í lögunum kveðið á um að undanþáguheimild frá ákvæðum frið­lýs­­­inga verði færð frá ráðherra til Umhverfisstofnunar sem og heimild til að veita undanþágu við banni við akstri utan vega. Með því að færa ákvarðanir um undanþágur frá ráðherra til stofnunarinnar er tryggt að hægt verði að fá ákvörðunina endurskoðaða á stjórnsýslustigi eins og kveðið er á um í Árósasamningnum.   

Lög um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013

Skylt efni: lög | Umhverfismál

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...