Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hunkubakkar
Hunkubakkar
Mynd / HKr
Fréttir 8. febrúar 2021

Kortlagning óbyggðra víðerna fest í náttúruverndarlög

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþingi samþykkti í vikunni frumvarp - og auðlindaráðherra um breytingu á náttúruverndarlögum. Mælt var fyrir frumvarpinu í nóvember á síðasta ári.

Lögin heimila ráðherra að setja reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna, en slík kortlagning á að vera til upplýsinga fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun. Drög að greiningu víðerna á hálendinu liggja þegar fyrir og rétt þykir að kortleggja með sama hætti óbyggð víðerni annars staðar á landinu. Með því verður til  heildstætt yfirlit yfir óbyggð víðerni á Íslandi, sem mun auðvelda alla vinnu við skipulagslegar ákvarðanir sveitarstjórna, svo sem gerð og breytingu á skipulagsáætlunum sveitarfélaga, gerð vegaskrár og ákvarðanir um landnotkun.

Lögunum er enn fremur ætlað að stytta kynningartíma áforma um friðlýsingu og umsagnartíma um drög að friðlýsingarskilmálum til þess að gera friðlýsingarferlið skilvirkara.

Þá er í lögunum kveðið á um að undanþáguheimild frá ákvæðum frið­lýs­­­inga verði færð frá ráðherra til Umhverfisstofnunar sem og heimild til að veita undanþágu við banni við akstri utan vega. Með því að færa ákvarðanir um undanþágur frá ráðherra til stofnunarinnar er tryggt að hægt verði að fá ákvörðunina endurskoðaða á stjórnsýslustigi eins og kveðið er á um í Árósasamningnum.   

Lög um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013

Skylt efni: lög | Umhverfismál

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.