Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenska kokkalandsliðið fagnar gullverðlaununum.
Íslenska kokkalandsliðið fagnar gullverðlaununum.
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 26. nóvember 2018

Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM með þorsk, lamb og skyr

Höfundur: smh

Heimsmeistarakeppnin í matreiðslu var haldin í Lúxemborg um helgina og var íslenska kokkalandsliðið þar meðal þátttakenda. Í gær var tilkynnt um að íslenska landsliðið hefði unnið til gullverðlauna, en þau er til marks um fjölda stiga sem liðið vinnur sér inn. Mest er hægt að ná í 100 stig, en þau lið sem fá 91 til 100 stig hljóta gullverðlaun.

Sirloin lambasteik og meðlæti. Mynd / Kokkalandsliðið

Gullverðlaunin fengust fyrir heitu réttina þar sem útbúinn var þriggja rétta matseðill með forrétti, aðalrétti og eftirrétti og eldað frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Kokkalandsliðið vann með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð var mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr var í aðalhlutverki.

Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull og svo getur það líka gerst að enginn fái gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli. Heildarstigin verða kynnt síðar í vikunni og endanleg röð liða.

Landsliðið hefur verið í fremstu röð síðastliðin 30 ár, en heimsmeistaramótið er haldið á fjögurra ára fresti. Á síðasta heimsmeistaramóti náði liðið 5. sæti. 

Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo frá Hótel Sögu sá meðal annarra um eftirréttinn. Mynd / Kokkalandsliðið

 

 

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.