Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenska kokkalandsliðið fagnar gullverðlaununum.
Íslenska kokkalandsliðið fagnar gullverðlaununum.
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 26. nóvember 2018

Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM með þorsk, lamb og skyr

Höfundur: smh

Heimsmeistarakeppnin í matreiðslu var haldin í Lúxemborg um helgina og var íslenska kokkalandsliðið þar meðal þátttakenda. Í gær var tilkynnt um að íslenska landsliðið hefði unnið til gullverðlauna, en þau er til marks um fjölda stiga sem liðið vinnur sér inn. Mest er hægt að ná í 100 stig, en þau lið sem fá 91 til 100 stig hljóta gullverðlaun.

Sirloin lambasteik og meðlæti. Mynd / Kokkalandsliðið

Gullverðlaunin fengust fyrir heitu réttina þar sem útbúinn var þriggja rétta matseðill með forrétti, aðalrétti og eftirrétti og eldað frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Kokkalandsliðið vann með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð var mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr var í aðalhlutverki.

Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull og svo getur það líka gerst að enginn fái gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli. Heildarstigin verða kynnt síðar í vikunni og endanleg röð liða.

Landsliðið hefur verið í fremstu röð síðastliðin 30 ár, en heimsmeistaramótið er haldið á fjögurra ára fresti. Á síðasta heimsmeistaramóti náði liðið 5. sæti. 

Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo frá Hótel Sögu sá meðal annarra um eftirréttinn. Mynd / Kokkalandsliðið

 

 

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...