Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kjúklinga- og eggjabændur áhyggjufullir vegna Gumboro-veiru
Fréttir 2. október 2019

Kjúklinga- og eggjabændur áhyggjufullir vegna Gumboro-veiru

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sameiginlegur fundur stjórna Félags kjúklingabænda og Félags eggjabænda, sem haldinn var á Hótel Sögu i Reykjavík fimmtu­daginn 12. september 2019, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp í alifuglabúskap á Íslandi. Ástæðan er Gumboro-veira sem greindist nylega á einu kjúklingabúi.

Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma, mætti á fundinn og upplýsti bændur um stöðuna og hvaða möguleikar eru til að útrýma þessum sjúkdómi ef mögulegt er.

Bændur hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og vona að öllum tiltækum ráðum verði beitt til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Fundurinn lýsir ánægju með að  stjórnvöld hafi gripið til aðgerða á grundvelli laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma, til að freista þess að ráða  niðurlögum sjúkdómsins á búinu. Einnig til að  fyrirbyggja frekari útbreiðslu og koma þannig í veg fyrir að sjúkdómurinn verði landlægur. Í yfirlýsingunni segir að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir búgreinina og íslenskan landbúnað í heild að svo megi verða.

Stjórnir búgreinafélaganna hvetja stjómvöld til að láta hvergi staðar numið fyrr en sjúk­dómnum hefur verið útrýmt að fullu. Einnig að framkvæmd og greiðsla kostnaðar vegna nauðsynlegra aðgerða fari fram samkvæmt lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Samkvæmt upplýsingum frá  Félagi eggja- og kjúklinga­bænda hefur engin skýring fundist á hvernig smit barst inn á umrætt bú. Ljóst sé þó að smitið hafi ekki borist þangað með frjóvguðum eggjum.
Greint var frá smitinu í tilkynn­ingu frá MAST 23. ágúst. Þar sagði m.a.:

Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landsveit. Matvæla­stofnun hefur sett búið í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fót­festu hérlendis.

Grunur um smitsjúkdóm vaknaði eftir veikindi og aukin dauðs­föll á búinu í lok júlí og þá tilkynnti Reykjagarður hf. málið til Matvæla­stofnunar.

Stofnunin setti flutningsbann á búið og upplýsti aðila sem tengdust búinu og alifuglabændur um málið. Allir flutningar til og frá búinu eru bannaðir nema með sérstöku leyfi stofnunarinnar.

Veikir fuglar greindust með bæði innlyksa lifrarbólgu og Gumboro-veiki. Veiru­sjúkdómarnir voru stað­festir með blóðrannsókn og krufningu. Þeir eru tilkynningaskyldir til Matvælastofnunar. 

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...