Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Neysluskattur á kjöt gæti að mati sumra verið leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Neysluskattur á kjöt gæti að mati sumra verið leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fréttir 2. febrúar 2018

Kjötskattur gegn loftslagsbreytingum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndir eru um að nauðsynlegt gæti reynst að taka upp kjötskatt til að draga úr kjötneyslu í heiminum og um leið draga úr áhrifum kjötframleiðslu til hlýnunar andrúmsloftsins.

Aukin kjötneysla og framleiðsla á kjöti, sérstaklega nautakjöti, er sögð standa fyrir um 15% af öllum gróðurhúsalofttegundum sem losað er út í andrúmsloftið. Auk þess sem mikil neysla á kjöti og aukin notkun sýklalyfja við kjötframleiðslu er alvarleg ógn við heilsu manna.

Raddir eru upp um að nauðsynlegt geti reynst að leggja á allt að 40% neysluskatt á kjöt til að draga úr neyslu þess. Umræður um skattlagninguna hafa þegar átt sér stað meðal stjórnvalda í Þýskalandi, Danmörk og Svíþjóð og stjórnvöld í Kína stefna að því að draga úr kjötneyslu í landinu um 45%.

Meðmælendur skattsins segja aftur á móti að á sama tíma og skatturinn muni draga úr neyslu á kjöti og þar af leiðandi framleiðslu muni hann stuðla að betri lýðheilsu. Draga muni úr offitu, sykursýki, hjartaáföllum og krabbameini og ekki síst úr notkun sýklalyfja og hættunni á að sýklalyfjaónæmar bakteríur valdi dauða milljóna manna í framtíðinni.

Andstæðingar skattlagningar­innar kalla skattinn syndaskatt og segja hann muni einungis leiða til meiri kostnaðar fyrir neytendur og hærri tekna hins opinbera.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...