Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Neysluskattur á kjöt gæti að mati sumra verið leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Neysluskattur á kjöt gæti að mati sumra verið leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fréttir 2. febrúar 2018

Kjötskattur gegn loftslagsbreytingum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndir eru um að nauðsynlegt gæti reynst að taka upp kjötskatt til að draga úr kjötneyslu í heiminum og um leið draga úr áhrifum kjötframleiðslu til hlýnunar andrúmsloftsins.

Aukin kjötneysla og framleiðsla á kjöti, sérstaklega nautakjöti, er sögð standa fyrir um 15% af öllum gróðurhúsalofttegundum sem losað er út í andrúmsloftið. Auk þess sem mikil neysla á kjöti og aukin notkun sýklalyfja við kjötframleiðslu er alvarleg ógn við heilsu manna.

Raddir eru upp um að nauðsynlegt geti reynst að leggja á allt að 40% neysluskatt á kjöt til að draga úr neyslu þess. Umræður um skattlagninguna hafa þegar átt sér stað meðal stjórnvalda í Þýskalandi, Danmörk og Svíþjóð og stjórnvöld í Kína stefna að því að draga úr kjötneyslu í landinu um 45%.

Meðmælendur skattsins segja aftur á móti að á sama tíma og skatturinn muni draga úr neyslu á kjöti og þar af leiðandi framleiðslu muni hann stuðla að betri lýðheilsu. Draga muni úr offitu, sykursýki, hjartaáföllum og krabbameini og ekki síst úr notkun sýklalyfja og hættunni á að sýklalyfjaónæmar bakteríur valdi dauða milljóna manna í framtíðinni.

Andstæðingar skattlagningar­innar kalla skattinn syndaskatt og segja hann muni einungis leiða til meiri kostnaðar fyrir neytendur og hærri tekna hins opinbera.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...