Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Neysluskattur á kjöt gæti að mati sumra verið leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Neysluskattur á kjöt gæti að mati sumra verið leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fréttir 2. febrúar 2018

Kjötskattur gegn loftslagsbreytingum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndir eru um að nauðsynlegt gæti reynst að taka upp kjötskatt til að draga úr kjötneyslu í heiminum og um leið draga úr áhrifum kjötframleiðslu til hlýnunar andrúmsloftsins.

Aukin kjötneysla og framleiðsla á kjöti, sérstaklega nautakjöti, er sögð standa fyrir um 15% af öllum gróðurhúsalofttegundum sem losað er út í andrúmsloftið. Auk þess sem mikil neysla á kjöti og aukin notkun sýklalyfja við kjötframleiðslu er alvarleg ógn við heilsu manna.

Raddir eru upp um að nauðsynlegt geti reynst að leggja á allt að 40% neysluskatt á kjöt til að draga úr neyslu þess. Umræður um skattlagninguna hafa þegar átt sér stað meðal stjórnvalda í Þýskalandi, Danmörk og Svíþjóð og stjórnvöld í Kína stefna að því að draga úr kjötneyslu í landinu um 45%.

Meðmælendur skattsins segja aftur á móti að á sama tíma og skatturinn muni draga úr neyslu á kjöti og þar af leiðandi framleiðslu muni hann stuðla að betri lýðheilsu. Draga muni úr offitu, sykursýki, hjartaáföllum og krabbameini og ekki síst úr notkun sýklalyfja og hættunni á að sýklalyfjaónæmar bakteríur valdi dauða milljóna manna í framtíðinni.

Andstæðingar skattlagningar­innar kalla skattinn syndaskatt og segja hann muni einungis leiða til meiri kostnaðar fyrir neytendur og hærri tekna hins opinbera.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...