Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kjarnfóður lækkar í verði
Fréttir 2. mars 2016

Kjarnfóður lækkar í verði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ljósi lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna og hagstæðs gengis hefur kjarnfóður lækkað í verði verði hjá sumum fyrirtækjum.

Fóðurblandan ákveðið að lækka verð á öllu kjarnfóðri. Lækkunin nemur um 4% misjafnt eftir tegundum og tók gildi í dag 1. mars. Uppfærða verðskrá má finna á vef Fóðurblöndunnar, www.fodur.is.

Lífland hefur einnig lækka verð á kjarnfóðri um 4%. Um leið mun verð á helstu hráefnum lækka, mismikið eftir tegundum. Í tilkynningu frá líflandi segir að lækkanirnar séu í samræmi við gengisþróun og lækkun á hráefnaverði á heimsmarkaði. Nýjan og uppfærðan kjarnfóðurverðlista má finna á heimasíðu Líflands, www.lifland.is/.

Bústólpi  hefur  lækkar verð á öllu kjarnfóðri um 4%. Nokkrar tegundir lækka þó enn meir eða 4,5 til 5%. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að lækkunin sé tilkomin vegna áframhaldandi lækkana á heimsmarkaðsverði korns og hagstæðs gengis krónunnar. Lækkunin tekur einnig tillit til hagstæðara verðs á korni sem er á leið til landsins og munu bændur því njóta þess strax. 
 

Sláturfélag Suðurlands hefur einnig lækkað verð á kúafóðri um 4%. Lækkunin tók gildi 1. mars 2016.

Skylt efni: Kjarnfóður | verðlækkun

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...

Smitvarnir áréttaðar
Fréttir 20. janúar 2023

Smitvarnir áréttaðar

Í ljósi útbreiðslu bráðsmitandi afbrigðis af fuglaflensu H5N1 sá Eigenda- og ræk...

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Bl...