Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aðstandendur tíu hrossaræktarbúa tóku við viðurkenningum fyrir góðan árangur í ár. Bændablaðið birti yfirlit yfir árangur búanna í síðasta tölublaði.
Aðstandendur tíu hrossaræktarbúa tóku við viðurkenningum fyrir góðan árangur í ár. Bændablaðið birti yfirlit yfir árangur búanna í síðasta tölublaði.
Mynd / GHP
Fréttir 30. nóvember 2015

Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar ræktunarbú ársins 2015

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Árleg hrossaræktarráðstefna Fagráðs í hrossarækt fór fram í Samskiptahöllinni, reiðhöll hestamannafélagsins Spretts í Kópavogi, laugardaginn 7. nóvember sl. Hrossaræktarárið 2015 var gert upp, framúrskarandi ræktunarbú voru heiðruð, ásamt afkvæmahryssu og hæst dæmdu einstaklingum ársins. Þá var flutt áhugavert erindi um markaðssetningu íslenska hestsins.
 
Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML, fór yfir hrossaræktarárið 2015 í máli, tölum og myndum. Fram kom að hross sem koma til dóms fer fækkandi, í ár komu 937 hross fram í ár en 1.152 dómar voru kveðnir upp. Á meðan fjölgar knöpum sem sýna hross en þeir voru 194 í ár og þykir það ánægjuleg þróun hve margir ungir knapar sjá sér fært að sýna hross í kynbótadómi. Um 40% dæmdra hrossa voru 4 og 5 vetra, en meðalaldur hrossa í dómi var 6,03 ár. Alls hlutu 47% dæmdra hrossa aðaleinkunnina 8,00 eða hærra en hlutfallið hefur farið hækkandi á undanförnum árum.  Alls voru 25% dæmdra hrossa klárhross og er hlutfallið svipað og fyrri ár. 
 
Þá kom fram í máli Þorvaldar að fjöldi fæddra folalda hefur fækkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Árið 2014 fæddust um 5.400 folöld samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, miðað við yfir 8.000 folöld árið 2010. Einnig kom fram í máli Þorvaldar að fjöldi afkvæmafeðra sé að fækka og mikil notkun á ósýndum hrossum sé varhugaverð.
 
Tvöfaldur ræktunarsigur
 
Tíu hrossaræktarbú voru tilnefnd til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins, og veittu aðstandendur þeirra viðurkenningunum viðtökur. Þessi bú eru Brautarholt, Flagbjarnarholt, Hof I, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Miðás, Stóra-Vatnsskarð, Torfunes, Ytra-Vallholt, Þóroddsstaðir og Þúfur. Grein um árangur ræktunarbúanna má nálgast í 20. tölublaði Bændablaðsins.
 
Það var svo ræktunarbú Olil Amble og Bergs Jónssonar, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, sem hlutu titilinn Ræktunarbú ársins 2015. Þetta er í þriðja sinn sem ræktunarbúið hlýtur titilinn en í ár hlutu 14 hross frá búinu fullnaðardóm. Meðalaldur hrossanna er 4,86 ár og meðaleinkunn hrossa með fullnaðardóm 8,05. Ræktunarbúið hlaut einnig viðurkenningu Landssambands hestamannafélaga fyrir ræktun keppnishesta á Uppskeruhátíð hestamanna, en þetta er í fyrsta sinn sem sama búið hlýtur þessa tvo titla.
Andvari hæst dæmda hross ársins
 
Aðstandendur heiðursverðlaunahryssunnar Stjörnu frá Kjarri tóku við Glettubikarnum. Stjarna er eina hryssan sem uppfyllti lágmörk til heiðursverðlauna eftir uppfærslu kynbótamats í ár en hún er með 117 stig í aðaleinkunn kynbótamats og á 5 dæmd afkvæmi. Grein um Stjörnu má nálgast í 21. tölublaði Bændablaðsins.
 
Stóðhesturinn Andvari frá Auðsholtshjáleigu er hæst dæmda hross ársins eftir aldurs-eiðréttingu og tóku ræktendur hans, Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, við verðlaunum. Andvari er undan Gára frá Auðsholtshjáleigu og Fold frá Auðsholtshjáleigu. Hann hlaut 8,61 í aðaleinkunn kynbótadóms í vor og var fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramótinu í Danmörku síðsumars þar sem hann stóð efstur 5 vetra stóðhesta. Hann hlaut 8,74 fyrir byggingu og 8,52 fyrir kosti, þar af einkunnina 9 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi, fótagerð, prúðleika, stökk og vilja og geðslag. Eftir aldursleiðréttingu stendur Andvari með aðaleinkunnina 8,76.
 
Daníel Jónsson hlaut verðlaun fyrir sýningu á því hrossi sem hlaut hæstu hæfileikaeinkunn ársins. Glóðafeykir frá Halakoti hlaut 9,04 fyrir kosti í vor sem var hæsta hæfileikaeinkunn heims í ár en Glóðafeykir var einnig fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramótinu í Danmörku þar sem hann sigraði flokk elstu stóðhesta. Glóðafeykir hlaut 8,75 í aðaleinkunn, þar af einkunnina 9,5 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag. Þetta er þriðja árið í röð sem Daníel hlýtur þessi verðlaun.
 
Marka stefnu til styrktar ímynd hestsins
 
Páll Imsland hélt áhugaverða tölu um stöðu og horfur í ræktun á litföróttu litmynstri í íslenskum hrossum. Þá afhenti hann aðstandendum Maju frá Búðardal sérstakan farandgrip, sem komið var á fót árið 2013. Maja er jarplitförótt undan Smyrli frá Hamraendum og litföróttri hryssu, Lukku frá Búðardal. Maja hlaut 8,27 í aðaleinkunn þegar hún var sýnd í vor, 8,08 fyrir byggingu og 8,39 fyrir kosti. Eigendur Maju eru frá Finnlandi en þjálfari hennar og knapi, Reynir Örn Pálmason, veitti farandgripnum viðtöku. Þetta er annað árið í röð sem Maja hlýtur þessi verðlaun.
 
Góður rómur var gerður að kynningu Guðnýjar Káradóttur frá Íslandsstofu, um markaðssetningu íslenska hestsins. Þar kynnti hún niðurstöður úr sameiginlegu markaðsverkefni Félags hrossabænda, Landssambands hestamannafélaga og annarra hagsmunaaðila. Tilgangur verkefnisins var að marka stefnu og gera aðgerðaáætlun sem hefur það að markmiði að styrkja ímynd íslenska hestsins með samhæfðum skilaboðum og kynningarstarfi. Fram kom í máli Guðnýjar að vilyrði sé fyrir 25 milljóna króna opinberum styrk á móti mótframlagi frá hagsmunaaðilum verkefnisins og sköpuðust nokkrar umræður um fjármögnun verkefnisins.

7 myndir:

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Hundrað hesta setningarathöfn
12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn