Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mun lélegri uppskera var af túnum Þóroddsstaðabænda í Ólafsfirði í sumar en í fyrra.
Mun lélegri uppskera var af túnum Þóroddsstaðabænda í Ólafsfirði í sumar en í fyrra.
Fréttir 18. september 2015

Kalt sumar hefur sett strik í heyöflun bænda

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kuldatíðin í sumar hefur sett stórt strik í reikninginn hjá bændum í Ólafsfirði. 
Lítil heyuppskera hefur verið á túnum og jafnvel farið að nýta 20 ára gömul sinutún til að bæta upp heymagnið. 
 
Hefur ástandið ekki verið svona slæmt frá því menn muna, að sögn Hjalta Bergsveins Bjarkasonar, fjárbónda á Þóroddsstöðum. Hann er meðeigandi tengdaföður síns í jörðinni, Haraldar Marteinssonar, hrossa- og fjárbónda.
 
Hefur uppskeran verið meira en helmingi minni í sumar en seinustu ár vegna kulda. Sem dæmi þá hófst sláttur 3 vikum seinna núna en síðustu árin. 
 
„Maður er búinn að slá jafn mikið af túnum í sumar eins og á undanförnum árum, en það vantar samt töluvert upp á að ná sama heymagni. Þá eru gæðin mjög svipuð og síðustu ár.  Þegar verið var að slá í annarri viku ágúst, gránaði vel í fjöll inni í dölum í kring og það snjóaði í fjöll 27. ágúst. Vona menn því bara að veturinn verði góður svo heymagnið dugi hjá öllum í vetur,“ segir Hjalti.

Skylt efni: kuldatíð | heyöflun

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.