Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mun lélegri uppskera var af túnum Þóroddsstaðabænda í Ólafsfirði í sumar en í fyrra.
Mun lélegri uppskera var af túnum Þóroddsstaðabænda í Ólafsfirði í sumar en í fyrra.
Fréttir 18. september 2015

Kalt sumar hefur sett strik í heyöflun bænda

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kuldatíðin í sumar hefur sett stórt strik í reikninginn hjá bændum í Ólafsfirði. 
Lítil heyuppskera hefur verið á túnum og jafnvel farið að nýta 20 ára gömul sinutún til að bæta upp heymagnið. 
 
Hefur ástandið ekki verið svona slæmt frá því menn muna, að sögn Hjalta Bergsveins Bjarkasonar, fjárbónda á Þóroddsstöðum. Hann er meðeigandi tengdaföður síns í jörðinni, Haraldar Marteinssonar, hrossa- og fjárbónda.
 
Hefur uppskeran verið meira en helmingi minni í sumar en seinustu ár vegna kulda. Sem dæmi þá hófst sláttur 3 vikum seinna núna en síðustu árin. 
 
„Maður er búinn að slá jafn mikið af túnum í sumar eins og á undanförnum árum, en það vantar samt töluvert upp á að ná sama heymagni. Þá eru gæðin mjög svipuð og síðustu ár.  Þegar verið var að slá í annarri viku ágúst, gránaði vel í fjöll inni í dölum í kring og það snjóaði í fjöll 27. ágúst. Vona menn því bara að veturinn verði góður svo heymagnið dugi hjá öllum í vetur,“ segir Hjalti.

Skylt efni: kuldatíð | heyöflun

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...