Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mun lélegri uppskera var af túnum Þóroddsstaðabænda í Ólafsfirði í sumar en í fyrra.
Mun lélegri uppskera var af túnum Þóroddsstaðabænda í Ólafsfirði í sumar en í fyrra.
Fréttir 18. september 2015

Kalt sumar hefur sett strik í heyöflun bænda

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kuldatíðin í sumar hefur sett stórt strik í reikninginn hjá bændum í Ólafsfirði. 
Lítil heyuppskera hefur verið á túnum og jafnvel farið að nýta 20 ára gömul sinutún til að bæta upp heymagnið. 
 
Hefur ástandið ekki verið svona slæmt frá því menn muna, að sögn Hjalta Bergsveins Bjarkasonar, fjárbónda á Þóroddsstöðum. Hann er meðeigandi tengdaföður síns í jörðinni, Haraldar Marteinssonar, hrossa- og fjárbónda.
 
Hefur uppskeran verið meira en helmingi minni í sumar en seinustu ár vegna kulda. Sem dæmi þá hófst sláttur 3 vikum seinna núna en síðustu árin. 
 
„Maður er búinn að slá jafn mikið af túnum í sumar eins og á undanförnum árum, en það vantar samt töluvert upp á að ná sama heymagni. Þá eru gæðin mjög svipuð og síðustu ár.  Þegar verið var að slá í annarri viku ágúst, gránaði vel í fjöll inni í dölum í kring og það snjóaði í fjöll 27. ágúst. Vona menn því bara að veturinn verði góður svo heymagnið dugi hjá öllum í vetur,“ segir Hjalti.

Skylt efni: kuldatíð | heyöflun

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi
Fréttir 14. september 2023

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi

Nýlega fékk Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi á bænum Gautavík í Berufirði, ...