Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Það er oft ótrúlegt að fylgjast með góðum smalahundum og hvernig þeir geta fengið kindahjörð til að hlýða sér og bókstaflega þegjandi og hljóðalaust samkvæmt skipunum hundaeigandans.
Það er oft ótrúlegt að fylgjast með góðum smalahundum og hvernig þeir geta fengið kindahjörð til að hlýða sér og bókstaflega þegjandi og hljóðalaust samkvæmt skipunum hundaeigandans.
Mynd / Aðalsteinn Aðalsteinsson
Á faglegum nótum 1. október 2018

Jöfn og spennandi keppni alveg til loka

Höfundur: Aðalsteinn Aðalsteinsson
Hin árlega Landskeppni Smala­hundafélags Íslands var haldinn að Möðruvöllum í Hörgárdal 25.–26. ágúst, í samstarfi við Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis.
 
Blíðskaparveður var báða keppnisdagana og aðstæður á Möðruvöllum góðar og vel var að móti staðið hjá Hörgármönnum. Var þetta í fyrsta sinn að Landskeppni færi fram í Hörgársveit. Túnið var langt og breitt  og gátu því keppendur sent hunda sína jafnt til vinstri og hægri, víð og flott úthlaup.  
 
Alls voru 19 hundar skráðir til leiks í þremur flokkum og komu þeir hvaðanæva að af landinu. Keppnin var jöfn og spennandi alveg til loka. Kindurnar reyndu stundum á taugar keppenda og lentu keppendur í því að kindurnar höfðu einfaldlega betur og sáu við hundum þótt reyndir væru. En mörg frábær rennsli hjá smölum, hundum og kindum litu dagsins ljós á móti.
 
Dómarinn var hinn 68 ára gamli Ian Flemming frá Suður-Skotlandi og var hann skipaður af International Sheepdog Society sem Smalahundafélag Íslands er aðili að. Hann er sauðfjár- og nautgripabóndi með 3000 kindur og 150 nautgripi. Hann hefur langa reynslu af keppni og móthaldi á vegum ISDS, því var um að ræða mjög reyndan mann í flestu sem við kemur Border Collie fjárhundum. 
 
Stjórn SFÍ vill koma þökkum til landeiganda og sauðfjáreiganda (sem lánuðu kindur á mót) og allra þeirra sem gerðu gott mót að veruleika og þakkar gott samstarf við Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis.
 
Eftirfarandi voru efstir í sínum flokkum (öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Sfí).
 
A -flokkur 110 stiga keppni
  1. Maríus S. Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum. Stig  87 + 79  = 166
  2. Svanur Guðmundsson og Smali frá Miðhrauni. Stig  77 + 88  = 165
  3. Maríus S. Halldórsson og Sara frá Sigtúni.  Stig  77 + 81 = 158
 
B- flokkur 100 stiga keppni
 
  1. Halldór Pálsson og Píla frá Þorgrímsstöðum.  Stig 80 + 26  = 106
  2. Elísabet Gunnarsdóttir og Kolur frá Húsatóftum.  Stig  (24) + 67 = 91
  3. Kryzysztof og Tígull frá Hallgilsstöðum.  Stig ( 25) + 55 = 80
 
Unghundaflokkur 100 stiga keppni
  1. Þorvarður Ingimarsson og Queen frá Tjörn. Stig 67 + 70  =  137
  2. Sverrir Möller og Kári frá Auðólfsstöðum.  Stig 59 + 75  =  134
  3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og  Snerpa frá Húsatóftum. Stig 54 + 79  =  133
Einnig eru gefin verðlaun fyrir bestu tíkina og besta hund mótsins og var það í þetta sinn Elsa frá Hallgilsstöðum og Smali frá Miðhrauni sem fengu þau verðlaun.

6 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f