Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verkefnissvið styrkþega var nokkuð vítt, en innan þessara flokka eru margvíslegar hugmyndir.
Verkefnissvið styrkþega var nokkuð vítt, en innan þessara flokka eru margvíslegar hugmyndir.
Mynd / Úr skýrslu Byggðastofnunar
Fréttir 13. mars 2024

Jákvæð upplifun styrkþega

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið var framkvæmd könnun meðal þeirra byggðarlaga sem þátt hafa tekið í verkefni Brothættra byggða, þar sem styrkþegar voru inntir eftir því hver upplifun þeirra væri af verkefninu í heild sinni.

Svarhlutfall var um 60%, tekið til áranna 2020–2023 úr sjö byggðarlögum og er einkennandi hversu mikil jákvæðni var í garð verkefnisins. Kom einnig fram ítrekun á mikilvægi stuðnings við íbúa hvers byggðarlags, viðurkenning á hugmyndum þeirra og eftirfylgni. Var samróma upplifun að þó ekki væri endilega um háar upphæðir að ræða í mörgum tilvika styrkja, fælist í þeim hvatning til að framfylgja verkefnunum.

Rúmur helmingur svarenda gaf 9–10 stig af tíu mögulegum við spurningunni „Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að þú myndir sækjast eftir öðrum/áframhaldandi styrk frá Brothættum byggðum?“ og yfir 80% svarenda gáfu einkunn frá bilinu 6–10. Verkefni á sviði menningar/ lista/viðburða og tækjakaupa/ vinnuaðstöðu/uppbygginga stóðu hvað hæst þó styrkirnir hafi annars þjónað víðu sviði.

Varðandi þau skref sem taka þarf til þess að sækja um styrkinn, gáfu um 70% þátttakenda í könnuninni einkunnina 6–10 og þótti ferlið fremur auðvelt. Vert er að geta þess að verkefnastjórar veita aðstoð ef þarf við hugmyndavinnu og umsóknaskrif. Kom í ljós að 90% styrkþega síðustu þriggja ára þótti aðgengi að verkefnastjóra eiga skilið háa einkunn, vel eða mjög vel hafi gengið að fá aðstoð.

Samkvæmt skýrslunni kemur fram að um 74% töldu auðvelt eða mjög auðvelt að fá hjálp verkefnisstjóra. 20% hafa ekki þurft eða ekki borið sig eftir aðstoð í umsóknarferlinu á meðan um 3% telja ferlið mjög erfitt eða erfitt.

Niðurstöður eru því þær að víðtæk sátt er með verkefnið í heild sinni þar sem upplifun um þakklæti, traust, hvatningu og samheldni ber hæst og verkefnastjórar Brothættra byggða, þau Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir afar ánægð með málalyktir.

Skylt efni: brothættar byggðir

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.