Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ístex annar ekki eftirspurn í Léttlopa og Álafosslopa
Mynd / HKr.
Fréttir 17. mars 2021

Ístex annar ekki eftirspurn í Léttlopa og Álafosslopa

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Þrátt fyrir COVID-19 hefur sjaldan verið jafnmikið að gera hjá Ístex eins og nú og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sigurður Sævar Gunnarsson, að líkja megi ástandinu við tímabilið eftir efnahagshrun. Sala á íslenskum lopa til Finnlands eykst ár frá ári á meðan Bretlandsmarkaður er nánast stopp í augnablikinu.

„Okkar staða er mjög sérstök eins og í útflutningsullinni. Á Bretlands­markaði, sem hefur jafnan verið okkar stærsti utanlandsmarkaður, er markaðurinn erfiður og verðið er lágt. Það er reyndar aðeins að skána varðandi sölu en verðið hefur staðið í stað. Við höfum aðallega verið að selja í gólfteppaband til Bretlands en sá markaður er stopp eins og staðan er núna út af COVID-19 því ullin okkar hefur þá mest verið að nýtast í gólfteppi í skemmtiferðaskip, hótel og skóla sem dæmi,“ útskýrir Sigurður.

Finnlandsmarkaður ört stækkandi

Innanlandsmarkaður hefur verið líflegur undanfarið ár og eins sala á íslenskum lopa til Finnlands og Skandinavíu, svo borið hefur við að ákveðnir litir hafa verið uppseldir um nokkurt skeið, sérstaklega í Léttlopa og Álafosslopa.

„Ístex hefur fimm tekjulindir og núna er það lopinn sem heldur öllu uppi því mikið er að gera í sölu á honum. Það er að stórum hluta drifið af Finnlandi og Skandinavíu. Það er eitthvað skrýtið að gerast í Finnlandi en frá árinu 2017 hefur sala tvöfaldast á hverju ári þangað,“ segir Sigurður og bætir við:

„Við erum með ákveðið magn á innanlandsmarkaði og það hefur breyst mikið undanfarið, eða frá fyrirtækjum til einstaklinga. Áður fór töluvert mikið í ferðamannaiðnaðinn sem hægði verulega á þegar kórónukrísan skall á en þó eru staðir niðri í miðbæ veit ég sem eru mikið í netsölu á lopa erlendis. Við erum með rúmlega fjögurra mánaða sölupantanir á Léttlopa og Álafosslopa og við náum ekki að anna eftirspurn en það tekur okkur upp í mánuð að framleiða lit í þessum vöruflokkum. Því höfum við sett á kvöldvaktir og erum að leita allra leiða til að anna eftirspurninni og erum með í skoðun að kaupa auka dokkuvél til að auka afköstin. Við héldum að þetta myndi róast núna eftir jólin en það hefur frekar aukist í og það er prjónafólkið hér heima sem ýtir þessu öllu áfram, þetta er svipuð þróun og við sáum eftir efnahagshrunið.“ 

Sigurður Sævar Gunnarsson.

Skylt efni: Ístex | lopi | Léttlopi | Álafosslopi

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...