Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikið af bleikju í Flókadalsá í Fljótum
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 16. september 2019

Mikið af bleikju í Flókadalsá í Fljótum

Höfundur: Gunnar Bender
„Þetta var meiri háttar gaman, bleikjan tekur fluguna grimmt hérna í Flókadalnum,“ sagði María Gunnarsdóttir, sem setti í hverja bleikjuna á fætur annarri fyrir skömmu. 
 
Flestar bleikjurnar tóku fluguna „Krókinn“, sem Gylfi heitinn Kristjánsson hannaði,  en hann hnýtti margar góðar silungaflugur sem hafa gefið vel.
 
María Gunnarsdóttir með flottar bleikjur úr Efri-Flókadalsá. Mynd / G.Bender
 
Þarna veiddi María, sem ekki hafði veitt mikið á flugu, um 20 silunga en sleppti þeim flestum aftur í ána. Enda bleikjan fiskur sem þarf að fara varlega með. Það er ekki það mikið af henni í veiðiánum og henni fer fækkandi með hverju árinu.
 
Besta dæmið er fækkun bleikj­unnar í Hvítá í Borgarfirði þar sem veiddust um 4.000 þegar best lét, en núna veiðast aðeins örfáar. Það er af sem áður var. 
 
Við erum í Fljótunum og þar er hellingur af bleikju, hylur 7 telur líklega um 150 bleikjur og þær taka grimmt fluguna.
 
María losar úr bleikju og sleppir henni aftur, hún hefur allt í einu fengið áhuga á öðru. Gæsahópur kemur og flýgur rétt hjá. Henni finnst skotveiði líka skemmtileg eins og veiðin, það er veiði á ýmsum stigum hérna í Flókadalnum. Hér er ýmislegt í boði fyrir veiði­menn en núna er maður bara að veiða bleikjuna. Veiðisvæðið er skemmtilegt þarna, fiskurinn er fyrir hendi og veiðimenn una hag sínum á bökkum árinnar. 
 
En það er farið að hausta, bleikjan verður tregari með hverjum deginum en það getur líka verið  skemmtilegt að reyna fleiri flugur og smærri. Flóka­dalurinn hefur ýmislegt að geyma. 
 
Flókadalsá
 
Efri-Flókadalsá í Fljótum hefur verið að gefa feiknavel í sumar og núna eru komnar 1.400 bleikjur. Við vorum á bakkanum fyrir skömmu og köstuðum fyrir bleikjuna þar. Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er 3ja stanga svæði og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið mjög góð. 
 
Sjóbleikja veiðist nær eingöngu á svæðinu, þó svo að lax og urriði slæðist líka upp á vatnasvæðið. Svæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu, en umhverfi hennar þykir friðsælt og er áin nokkuð vatnsmikil. 
 
Kvóti er 8 bleikjur á vakt á hverja stöng, en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði á öllu vatnasvæðinu var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur. 
 
Síðastliðin ár hefur veiðin verið ágæt á þær 3 stangir sem veiða í efri ánni og hefur meðalveiðin verið í kringum 550 bleikjur á því svæði.
Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...

Áhugaverður markaður
Fréttaskýring 9. febrúar 2023

Áhugaverður markaður

Skemmtiferða­ og leiðangursskip sem koma hingað til lands versla lítið af íslens...

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið
Fréttaskýring 31. janúar 2023

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið

Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðas...

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...