Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar.
Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar.
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins.
Í deiglunni 7. febrúar 2023

Frumvarpsdrög í samráðsgátt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Drög að frumvarpi til laga um sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Í frumvarpinu er lagt til að sameiginlega stofnunin heiti Land og skógur. Skila má inn umsögnum um drögin til 1. febrúar.

Samkvæmt frumvarpsdrögunum á nýja stofnunin að hafa eftirlit með framkvæmd laga um landgræðslu og skógrækt og annast daglega stjórnsýslu í samræmi við þau lög og annan lagabókstaf sem stofnunin starfar eftir.

Stuðla að eflingu, verndun og endurheimt auðlinda

Í frumvarpsdrögunum segir að: „Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar sem fólgnar eru í jarðvegi, skógum og öðrum gróðri í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.“Aðdragandi frumvarpsins um sameininguna er að matvælaráðherra skipaði starfshóp til að greina rekstur stofnananna, eignaumsýslu og samlegð faglegra málefna og vinna áhættugreiningu. Skýrslu var skilað 3. október síðastliðinn með þeirri niðurstöðu að fagleg og rekstrarleg rök væru fyrir sameiningunni.

Ráðherra ákvað því að leggja sameiningu til og í frumvarpsdrögunum er lagt til að heiti nýrrar stofnunar verði Land og skógur. Aðalskrifstofa stofnunarinnar getur verið á hvaða starfsstöð hennar sem er samkvæmt frumvarpsdrögunum, en ekki er gert ráð fyrir að forstöðumaður hafi aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Drögin sem liggja fyrir að lögum um nýja stofnun, Land og skóg, eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fram til 1. febrúar.

Ef lögin öðlast gildi er ráðherra heimilt að skipa forstöðumann nýrrar stofnunar sem hefur leyfi til að undirbúa starfsemi hennar í samráði við skógræktarstjóra og landgræðslustjóra, allt þar til stofnunin tekur til starfa við gildistöku laganna 1. janúar 2024.

Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...

Áhugaverður markaður
Fréttaskýring 9. febrúar 2023

Áhugaverður markaður

Skemmtiferða­ og leiðangursskip sem koma hingað til lands versla lítið af íslens...

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið
Fréttaskýring 31. janúar 2023

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið

Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðas...

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...