Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Í deiglunni 13. febrúar 2023

Formannsskipti hjá nautgripabændum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nýr formaður búgreinadeildar NautBÍ verður kjörinn á búgreinaþingi.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egils­stöðum, mun ekki gefa kost á sér til áfram­haldandi for­mannssetu.

Hún ætlar áfram að vinna að hagsmunum bænda sem Bændasamtakanna en ætlar að láta öðrum eftir að sinna forystu nautgripabænda.

Í áramótapistli sínum til nautgripabænda sagði Herdís Magna að verkefni næsta formanns og stjórnar verði að fylgja eftir áherslum búgreinarinnar í næstu endurskoðun búvörusamninga.

„Hvet ég þau sem koma til með að sitja í samninganefnd um endurskoðun búvörusamninga til þess að hlusta á bændur og forsvarsfólk þeirra. Mikilvægt er að fara með opnum hug inn í endurskoðunina og muna að endurskoðun var upphaflega hugsuð til að sníða agnúa af samningnum en ekki kollvarpa þeim,“ segir Herdís m.a. í pistli sínum.

Einnig kemur þar fram að innleiðing á kyngreindu sæði sé augljóst næsta stóra skref búgreinarinnar nú í kjölfar innleiðingar erfðamengisúrvals.

Herdís Magna hefur setið í stjórn Landssambands kúabænda í rúm sex ár og var kjörinn formaður þess árið 2020.

Skylt efni: Búgreinaþing

Stjórnvöld verði að fara í heildarstefnumörkun
Fréttaskýring 26. maí 2023

Stjórnvöld verði að fara í heildarstefnumörkun

Hugmyndir um vindmyllur á Íslandi og að nýta vindorku í auknum mæli eru mjög umd...

Vandrataður vegur tollverndar
Fréttaskýring 15. maí 2023

Vandrataður vegur tollverndar

Tollvernd er mikilvægt stjórntæki, liður í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart...

„Samúð með bændum áþreifanleg í salnum“
Fréttaskýring 28. apríl 2023

„Samúð með bændum áþreifanleg í salnum“

Opinn upplýsingafundur var haldinn á Hótel Laugarbakka þriðjudaginn 18. apríl ve...

Ákall er um breytingar á riðuvörnum
Fréttaskýring 28. apríl 2023

Ákall er um breytingar á riðuvörnum

Riðuveiki í sauðfé hefur í fyrsta sinn greinst í Miðfjarðarhólfi, sauðfjárveikiv...

Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...