Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Í deiglunni 13. febrúar 2023

Formannsskipti hjá nautgripabændum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nýr formaður búgreinadeildar NautBÍ verður kjörinn á búgreinaþingi.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egils­stöðum, mun ekki gefa kost á sér til áfram­haldandi for­mannssetu.

Hún ætlar áfram að vinna að hagsmunum bænda sem Bændasamtakanna en ætlar að láta öðrum eftir að sinna forystu nautgripabænda.

Í áramótapistli sínum til nautgripabænda sagði Herdís Magna að verkefni næsta formanns og stjórnar verði að fylgja eftir áherslum búgreinarinnar í næstu endurskoðun búvörusamninga.

„Hvet ég þau sem koma til með að sitja í samninganefnd um endurskoðun búvörusamninga til þess að hlusta á bændur og forsvarsfólk þeirra. Mikilvægt er að fara með opnum hug inn í endurskoðunina og muna að endurskoðun var upphaflega hugsuð til að sníða agnúa af samningnum en ekki kollvarpa þeim,“ segir Herdís m.a. í pistli sínum.

Einnig kemur þar fram að innleiðing á kyngreindu sæði sé augljóst næsta stóra skref búgreinarinnar nú í kjölfar innleiðingar erfðamengisúrvals.

Herdís Magna hefur setið í stjórn Landssambands kúabænda í rúm sex ár og var kjörinn formaður þess árið 2020.

Skylt efni: Búgreinaþing

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...

Ríki heims huga að sjávarorku en Íslendingar sofa á verðinum
Fréttaskýring 12. september 2025

Ríki heims huga að sjávarorku en Íslendingar sofa á verðinum

Þau ríki heims sem teljast þróuð og eiga land að sjó hafa mörg hver sett sér mar...

Aðgerða er þörf svo framþróun megi verða
Fréttaskýring 29. ágúst 2025

Aðgerða er þörf svo framþróun megi verða

Fyrir ári síðan gaf matvælaráðuneytið út aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar fram...

Er einhver leið að hætta?
Fréttaskýring 15. ágúst 2025

Er einhver leið að hætta?

Þegar kemur að því að bændur vilja bregða búi getur ferlið tekið frá einu ári up...